Innlent

Krummi í einangrun - gæti verið með berkla

Krummi Björgvinsson, var söngvari hljómsveitarinnar Mínús, sem var mjög vinsæl á Íslandi.
Krummi Björgvinsson, var söngvari hljómsveitarinnar Mínús, sem var mjög vinsæl á Íslandi.
Það skýrist bráðlega hvort að Krummi Björgvinsson, oft kallaður Krummi í Mínus, sé með berkla. Hann var lagður inn á lungnadeild Borgarspítalans í gær og hefur verið í einangrun síðan.

Hann greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni. Í stöðuuppfærslu í gærkvöldi segist hann hafa verið með hrikalega verki í lungunum „og eftir endalausar rannsóknir og sneiðmyndatöku kom í ljós að ég gæti verið með berkla, en það kemur í ljós á morgun [í dag, innsk.blm.]," segir Krummi. „Engar áhyggjur elsku vinir, i´m a survivor! Eigiði góða kvöldstund og elskið náungann. ;)"

Fjölmargir vinir Krumma sendu honum baráttukveðjur í gærkvöldi og þakkar hann fyrir það. „Nú byrjar dagur 2 í einangrun! Þetta skýrist vonandi fljótt bráðum. Takk fyrir ástarkveðjurnar og umhyggjuna elsku vinir! Þið eruð dásamleg. :)"




Fleiri fréttir

Sjá meira


×