Innlent

Árétting vegna verðsamanburðar

Mynd úr safni
Mynd úr safni
Vegna fréttar sem birtist í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í fyrradag og á Vísi er fjallaði um verðsamanburð Byko, Húsasmiðjunnar og Bauhaus er rétt að koma eftirfarandi á framfæri.

Í verðtilboðum aðilanna þriggja er um mismunandi magn að ræða í sumum liðum. Þannig er gert ráð fyrir 320 kg af sementi í tilboði Byko en 40 kg hjá hinum tveimur. Verðtilboð Byko lækkar því um 12.012 kr. sé miðað við sama magn af sementi.

Líkt og tekið er fram í fréttinni bjóða aðilarnir þrír upp á mismunandi afslætti. Þannig er listaverð Húsasmiðjunnar hærra en hjá keppinautunum en verðstefna þeirra gengur út á það að verðlauna þá sem kaupa mikið magn. Það var gert í þessu tilfelli og því kemur afslátturinn inn í tilboðið.

Eins og sjá má á verðtilboðinu frá Byko, sem fylgir með þessari frétt, er tilboðsafslátturinn sérstaklega tiltekin, 22.750 kr. og ber að horfa til þess.

Það skal ennfremur áréttað hér að líkt og fram kemur í fréttinni er ekki verið að bera saman sömu vörur á milli verslananna þriggja. Forsendurnar voru hinsvegar þær sömu. Óhandlaginn maður sem ætlar að reisa 100 fermetra pall og ætlar að fá sér nokkra hluti á pallinn.

Af samtölum við þá sem til þekkja getur það verið mjög misjafnt hvernig menn byggja pall, hvað þeir vilja steypa langt niður og hversu mikið magn af efni er notað í pallinn. Þeir sem hyggja á slíkar framkvæmdir eru því hvattir til þess að kynna sér málið ennfrekar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×