Innlent

Mótmæla hörku kínverja í garð Tíbeta

Fyrir utan Hörpu fyrir skömmu.
Fyrir utan Hörpu fyrir skömmu. mynd/fréttastofa
Um 40 mótmælendur eru nú saman komnir fyrir utan Hörpuna. Hópurinn mótmælir vaxandi hörku kínverskra stjórnvalda í garð Tíbeta.

Nokkrir lögreglumenn eru á staðnum og hefur gulur borði verið dreginn í kringum inngang hússins.

Veisla til heiðurs Wen Jiabao, forsætisráðherra Kína, verður haldin í Hörpunni í kvöld.

Þingmenn Hreyfingarinnar hafa lagt fram þingsályktunartillögu um framferði kínverskra yfirvalda gagnvart tíbesku þjóðinni. Þeir mótmæltu á Alþingi í morgun að forseti þingsins hafi viljað setja tillöguna á dagskrá.


Tengdar fréttir

Fréttaskýring: Kínverski risinn lítur í kringum sig

Kína er að vaxa hratt "að innan“ sem utan. Samfellt hagvaxtarskeið í Kína undanfarin 15 ár er mesta hagvaxtarskeið ríkis í hagsögunni en árlegur vöxtur hagkerfisins hefur verið á bilinu 8 til 11 prósent á þessu tímabili. Í nýjustu endurskoðaðri hagspá Alþjóðagjaldeyrissjóðsins er því spáð að hagvöxtur í Kína verði 8,8 prósent á þessu ári og mun hann standa undir stórum hluta af öllum vexti á heimsvísu, eða yfir 34 prósent af honum.

Kínverska forsætisráðherrans beðið með eftirvæntingu

Kinverski sendiherrann og kona hans mættu prúðbúin að Hóteli Reykjavík Natura í morgun. Þaðan fóru svo fjölmargar rútur til Keflavíkur. Wen Jiabao, forsætisráðherra Kína, er væntanlegur til landsins klukkan tólf á hádegi ásamt um 100 manna fylgdarliði. Hann mun funda með Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra í Þjóðmenningarhúsinu í dag og Ólafi Ragnari Grímssyni forseta á Bessastöðum.

Forsætisráðherrann þakkaði fyrir hlýjar móttökur

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra bauð Wen Jiabao, forsætisráðherra Kína, velkominn til landsins við upphaf fundar þeirra í Þjóðmenningarhúsinu í dag. Hún sagði ánægjulegt að forsætisráðherrann væri kominn til landsins og vonandi yrði heimsóknin til þess að styrkja tengsl ríkjanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×