Innlent

Kínverska forsætisráðherrans beðið með eftirvæntingu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Sendiherrahjónin bíða þess að komast í rútu til Keflavíkur.
Sendiherrahjónin bíða þess að komast í rútu til Keflavíkur. mynd/ jmg
Kinverski sendiherrann og kona hans mættu prúðbúin að Hóteli Reykjavík Natura í morgun. Þaðan fóru svo fjölmargar rútur til Keflavíkur. Wen Jiabao, forsætisráðherra Kína, er væntanlegur til landsins klukkan tólf á hádegi ásamt um 100 manna fylgdarliði. Hann mun funda með Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra í Þjóðmenningarhúsinu í dag og Ólafi Ragnari Grímssyni forseta á Bessastöðum.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.