Innlent

Wen Jiabao er einn af valdamestu leiðtogum heimsins

Wen Jiabao forsætisráðherra Kína sem kemur í heimsókn til Íslands í dag er af flestum talinn í hópi tíu valdamestu leiðtoga heimsins.

Raunar telja sumar gáfnaveitur Jiabao vera valdamesta mann heimsins næst á eftir Barack Obama Bandaríkjaforseta. Ráðherran hefur komist á forsíður bæði Time og Newsweek á síðustu tveimur árum. Á forsíðu Newsweek var það undir fyrirsögninni Maður fólksins.

Jiabao, sem verður sextugur í ár, er háskólamenntaður í bæði jarðfræði og verkfræði frá kínverskum háskólum og starfaði eftir námið sem jarðfræðingur meðan hann var að klifra upp neðstu þrepin í valdtröppum kínverska kommúnistaflokksins. Hann náði á toppinn árið 2003 Þegar hann var útnefndur í fyrsta sinn sem forsætisráðherra. Hann lýkur öðru tímabili sínu sem slíkur á næsta ári.

Jiabao er á toppi ferils síns eftir að hafa sigrað harðlínumenn í nokkuð illvígri valdabaráttu innan kommúnistaflokksins í vetur. Jiabao og þeir sem fylgja honum að málum teljast til hófsamri arms flokksins sem vill þróa Kína hægt og rólega í frjálsræðisátt samhliða því að hnykla efnahagsvöðva sína á alþjóðavettvangi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×