Kersmálið sýnir að eigendur náttúruperla geta synjað eftir hentisemi Þorbjörn Þórðarson skrifar 22. apríl 2012 13:15 Formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands segir að tryggja verði aðgang almennings að náttúruperlum og hefur áhyggjur af því að hægt sé að synja mönnum um aðgang eftir hentugleika, eins og gerðist í gær þegar landeigendur í Kerinu neituðu forsætisráðherrum Íslands og Kína að skoða svæðið. Landeigendur í kringum Kerið í Grímsnesi, með Óskar Magnússon, útgefanda Morgunblaðsins, fremstan í flokki neituðu í gær Wen Jiabao forsætisráðherra Kína, Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra Íslands og fylgdarliðum þeirra að skoða kerið. Forsætisráðherrann og hinn erlendi gestur hennar þurftu því frá að hverfa. Óskar sagði að ástæðan væri m.a andstaðan við kínversk og íslensk stjórnvöld. Af þessum orðum hans má ráða að það hafi huglæg sjónarmið ráðið för þegar þessi ákvörðun var tekin, en ekki aðeins metnaður fyrir vernd svæðisins. Lilja Mósesdóttir alþingismaður segir á Facebook-síðu sinni að málið afhjúpi þá staðreynd að hrunsamfélagið hafi verið endurreist. Fram séu komnir sömu leikendur og gildi og áttu leiksviðið fyrir hrun. Aftur sé réttur einstaklingsins settur ofar hagsmunum þjóðarinnar. Þá segir Lilja að tryggja verði aðgang þjóðarinnar að gersemum í einkaeign.Takmarkaður aðgangur að Geysi væri til háborinnar skammar Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, tekur undir þetta sjónarmið. „Ég virði það að menn vilji mótmæla einhverju varðandi stjórnarfarið í Kína og heimsóknum Kínverja, en það á ekki að vera á færi einstaklinga að banna fólki að skoða náttúruperlur hér á landi. Það eiga að gilda almenn lög sem tryggja mönnum rétt til að heimsækja slík svæði," segir Árni. En geta menn meinað fólki að skoða náttúruperlur? Er þetta ekki staðfesting á því? Fyrst forsætisráðherra Íslands fær ekki að fara þarna um? „Einhver sagði að þetta væri afturhvarf til ársins 2007. Menn væru farnir að ráðskast með eigur þjóðarinnar eins og þeim sýndist, en þeir keyptu þetta og geta þannig farið með þetta að vild. Að mínu mati ættu hins vegar að gilda almennar reglur um aðgengi almennings að náttúruperlum. Við getum tekið hliðstætt dæmi um Geysi sem er í einkaeigu, allt landið þar, og landeigendur hafa ekki viljað selja ríkinu því ríkið borgi ekki nóg. Af þeim sökum er svæðið í niðurníðslu. Ímyndaðu þér ef Óskar Magnússon myndi kaupa Geysi og það svæði, þá gæti hann sagt við íslensk stjórnvöld, þið getið ekki komið hingað með þennan kínverska eða þennan evrópska eða hvað það er. Þetta má ekki verða svona. Ef það væri hægt að stjórna aðgengi að Geysi þá væri það til háborinnar skammar," segir Árni Finnsson. Færð hafa verið rök fyrir því að takmarka eigi aðgang að náttúruperlum og veita aðeins aðgang að slíkum svæðum gegn greiðslu sem myndi síðan kosta viðhald á slíkum svæðum, en sú umræða er af öðrum toga. Ekki liggur fyrir hvort það hafi komið upp í umræðu milli aðstandenda Kerfélagsins og stjórnvalda að greitt yrði sérstakt gjald fyrir aðgang að Kerinu í gær vegna mikils fjölda í fylgdarliði Kínverjanna. Almennt er ekki rukkað fyrir aðgang að Kerinu. thorbjorn@stod2.is Tengdar fréttir Vildu ekki fá íslensk og kínversk stjórnvöld í Kerið Forsvarsmenn Kersins í Grímsnesi lögðust gegn því að kínverskir og íslenskir ráðamenn heimsæktu Kerið í ferð sinni um Suðurland í dag. Til stóð að Wen Jiabao, forsætisráðherra Kína, kæmi við í Kerinu eftir að hafa skoðað Gullfoss og Geysi en ekkert varð af því. 21. apríl 2012 15:26 Lilja um Kermálið: Ekkert breyst í samfélaginu við hrunið Lilja Mósesdóttir alþingismaður segir að sú ákvörðun landeigenda að meina forsætisráðherrum Íslands og Kína að skoða náttúrufyrirbærin í Kerinu í Grímsnesi, sýni að í raun hafi ekkert breyst í samfélaginu við hrunið. 22. apríl 2012 11:41 "Eins farið með einkaeignarétt á Kerinu og óveiddum fiski í sjó" Jóhann Hauksson, upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar, segir að eins sé farið með einkaeignarétt á Kerinu og á óveiddum fiski í sjó. Hann segir að Óskar Magnússon, einn forsvarsmanna Kersins, verji þann rétt gagnvart almenningi, annarsvegar sem landeigandi og hins vegar sem útgáfustjóri fyrir sægreifa, en þar vísar hann til þess að Óskar er útgefandi Morgunblaðsins. 22. apríl 2012 10:48 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Innlent Fleiri fréttir Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Sjá meira
Formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands segir að tryggja verði aðgang almennings að náttúruperlum og hefur áhyggjur af því að hægt sé að synja mönnum um aðgang eftir hentugleika, eins og gerðist í gær þegar landeigendur í Kerinu neituðu forsætisráðherrum Íslands og Kína að skoða svæðið. Landeigendur í kringum Kerið í Grímsnesi, með Óskar Magnússon, útgefanda Morgunblaðsins, fremstan í flokki neituðu í gær Wen Jiabao forsætisráðherra Kína, Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra Íslands og fylgdarliðum þeirra að skoða kerið. Forsætisráðherrann og hinn erlendi gestur hennar þurftu því frá að hverfa. Óskar sagði að ástæðan væri m.a andstaðan við kínversk og íslensk stjórnvöld. Af þessum orðum hans má ráða að það hafi huglæg sjónarmið ráðið för þegar þessi ákvörðun var tekin, en ekki aðeins metnaður fyrir vernd svæðisins. Lilja Mósesdóttir alþingismaður segir á Facebook-síðu sinni að málið afhjúpi þá staðreynd að hrunsamfélagið hafi verið endurreist. Fram séu komnir sömu leikendur og gildi og áttu leiksviðið fyrir hrun. Aftur sé réttur einstaklingsins settur ofar hagsmunum þjóðarinnar. Þá segir Lilja að tryggja verði aðgang þjóðarinnar að gersemum í einkaeign.Takmarkaður aðgangur að Geysi væri til háborinnar skammar Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, tekur undir þetta sjónarmið. „Ég virði það að menn vilji mótmæla einhverju varðandi stjórnarfarið í Kína og heimsóknum Kínverja, en það á ekki að vera á færi einstaklinga að banna fólki að skoða náttúruperlur hér á landi. Það eiga að gilda almenn lög sem tryggja mönnum rétt til að heimsækja slík svæði," segir Árni. En geta menn meinað fólki að skoða náttúruperlur? Er þetta ekki staðfesting á því? Fyrst forsætisráðherra Íslands fær ekki að fara þarna um? „Einhver sagði að þetta væri afturhvarf til ársins 2007. Menn væru farnir að ráðskast með eigur þjóðarinnar eins og þeim sýndist, en þeir keyptu þetta og geta þannig farið með þetta að vild. Að mínu mati ættu hins vegar að gilda almennar reglur um aðgengi almennings að náttúruperlum. Við getum tekið hliðstætt dæmi um Geysi sem er í einkaeigu, allt landið þar, og landeigendur hafa ekki viljað selja ríkinu því ríkið borgi ekki nóg. Af þeim sökum er svæðið í niðurníðslu. Ímyndaðu þér ef Óskar Magnússon myndi kaupa Geysi og það svæði, þá gæti hann sagt við íslensk stjórnvöld, þið getið ekki komið hingað með þennan kínverska eða þennan evrópska eða hvað það er. Þetta má ekki verða svona. Ef það væri hægt að stjórna aðgengi að Geysi þá væri það til háborinnar skammar," segir Árni Finnsson. Færð hafa verið rök fyrir því að takmarka eigi aðgang að náttúruperlum og veita aðeins aðgang að slíkum svæðum gegn greiðslu sem myndi síðan kosta viðhald á slíkum svæðum, en sú umræða er af öðrum toga. Ekki liggur fyrir hvort það hafi komið upp í umræðu milli aðstandenda Kerfélagsins og stjórnvalda að greitt yrði sérstakt gjald fyrir aðgang að Kerinu í gær vegna mikils fjölda í fylgdarliði Kínverjanna. Almennt er ekki rukkað fyrir aðgang að Kerinu. thorbjorn@stod2.is
Tengdar fréttir Vildu ekki fá íslensk og kínversk stjórnvöld í Kerið Forsvarsmenn Kersins í Grímsnesi lögðust gegn því að kínverskir og íslenskir ráðamenn heimsæktu Kerið í ferð sinni um Suðurland í dag. Til stóð að Wen Jiabao, forsætisráðherra Kína, kæmi við í Kerinu eftir að hafa skoðað Gullfoss og Geysi en ekkert varð af því. 21. apríl 2012 15:26 Lilja um Kermálið: Ekkert breyst í samfélaginu við hrunið Lilja Mósesdóttir alþingismaður segir að sú ákvörðun landeigenda að meina forsætisráðherrum Íslands og Kína að skoða náttúrufyrirbærin í Kerinu í Grímsnesi, sýni að í raun hafi ekkert breyst í samfélaginu við hrunið. 22. apríl 2012 11:41 "Eins farið með einkaeignarétt á Kerinu og óveiddum fiski í sjó" Jóhann Hauksson, upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar, segir að eins sé farið með einkaeignarétt á Kerinu og á óveiddum fiski í sjó. Hann segir að Óskar Magnússon, einn forsvarsmanna Kersins, verji þann rétt gagnvart almenningi, annarsvegar sem landeigandi og hins vegar sem útgáfustjóri fyrir sægreifa, en þar vísar hann til þess að Óskar er útgefandi Morgunblaðsins. 22. apríl 2012 10:48 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Innlent Fleiri fréttir Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Sjá meira
Vildu ekki fá íslensk og kínversk stjórnvöld í Kerið Forsvarsmenn Kersins í Grímsnesi lögðust gegn því að kínverskir og íslenskir ráðamenn heimsæktu Kerið í ferð sinni um Suðurland í dag. Til stóð að Wen Jiabao, forsætisráðherra Kína, kæmi við í Kerinu eftir að hafa skoðað Gullfoss og Geysi en ekkert varð af því. 21. apríl 2012 15:26
Lilja um Kermálið: Ekkert breyst í samfélaginu við hrunið Lilja Mósesdóttir alþingismaður segir að sú ákvörðun landeigenda að meina forsætisráðherrum Íslands og Kína að skoða náttúrufyrirbærin í Kerinu í Grímsnesi, sýni að í raun hafi ekkert breyst í samfélaginu við hrunið. 22. apríl 2012 11:41
"Eins farið með einkaeignarétt á Kerinu og óveiddum fiski í sjó" Jóhann Hauksson, upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar, segir að eins sé farið með einkaeignarétt á Kerinu og á óveiddum fiski í sjó. Hann segir að Óskar Magnússon, einn forsvarsmanna Kersins, verji þann rétt gagnvart almenningi, annarsvegar sem landeigandi og hins vegar sem útgáfustjóri fyrir sægreifa, en þar vísar hann til þess að Óskar er útgefandi Morgunblaðsins. 22. apríl 2012 10:48