Kersmálið sýnir að eigendur náttúruperla geta synjað eftir hentisemi Þorbjörn Þórðarson skrifar 22. apríl 2012 13:15 Formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands segir að tryggja verði aðgang almennings að náttúruperlum og hefur áhyggjur af því að hægt sé að synja mönnum um aðgang eftir hentugleika, eins og gerðist í gær þegar landeigendur í Kerinu neituðu forsætisráðherrum Íslands og Kína að skoða svæðið. Landeigendur í kringum Kerið í Grímsnesi, með Óskar Magnússon, útgefanda Morgunblaðsins, fremstan í flokki neituðu í gær Wen Jiabao forsætisráðherra Kína, Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra Íslands og fylgdarliðum þeirra að skoða kerið. Forsætisráðherrann og hinn erlendi gestur hennar þurftu því frá að hverfa. Óskar sagði að ástæðan væri m.a andstaðan við kínversk og íslensk stjórnvöld. Af þessum orðum hans má ráða að það hafi huglæg sjónarmið ráðið för þegar þessi ákvörðun var tekin, en ekki aðeins metnaður fyrir vernd svæðisins. Lilja Mósesdóttir alþingismaður segir á Facebook-síðu sinni að málið afhjúpi þá staðreynd að hrunsamfélagið hafi verið endurreist. Fram séu komnir sömu leikendur og gildi og áttu leiksviðið fyrir hrun. Aftur sé réttur einstaklingsins settur ofar hagsmunum þjóðarinnar. Þá segir Lilja að tryggja verði aðgang þjóðarinnar að gersemum í einkaeign.Takmarkaður aðgangur að Geysi væri til háborinnar skammar Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, tekur undir þetta sjónarmið. „Ég virði það að menn vilji mótmæla einhverju varðandi stjórnarfarið í Kína og heimsóknum Kínverja, en það á ekki að vera á færi einstaklinga að banna fólki að skoða náttúruperlur hér á landi. Það eiga að gilda almenn lög sem tryggja mönnum rétt til að heimsækja slík svæði," segir Árni. En geta menn meinað fólki að skoða náttúruperlur? Er þetta ekki staðfesting á því? Fyrst forsætisráðherra Íslands fær ekki að fara þarna um? „Einhver sagði að þetta væri afturhvarf til ársins 2007. Menn væru farnir að ráðskast með eigur þjóðarinnar eins og þeim sýndist, en þeir keyptu þetta og geta þannig farið með þetta að vild. Að mínu mati ættu hins vegar að gilda almennar reglur um aðgengi almennings að náttúruperlum. Við getum tekið hliðstætt dæmi um Geysi sem er í einkaeigu, allt landið þar, og landeigendur hafa ekki viljað selja ríkinu því ríkið borgi ekki nóg. Af þeim sökum er svæðið í niðurníðslu. Ímyndaðu þér ef Óskar Magnússon myndi kaupa Geysi og það svæði, þá gæti hann sagt við íslensk stjórnvöld, þið getið ekki komið hingað með þennan kínverska eða þennan evrópska eða hvað það er. Þetta má ekki verða svona. Ef það væri hægt að stjórna aðgengi að Geysi þá væri það til háborinnar skammar," segir Árni Finnsson. Færð hafa verið rök fyrir því að takmarka eigi aðgang að náttúruperlum og veita aðeins aðgang að slíkum svæðum gegn greiðslu sem myndi síðan kosta viðhald á slíkum svæðum, en sú umræða er af öðrum toga. Ekki liggur fyrir hvort það hafi komið upp í umræðu milli aðstandenda Kerfélagsins og stjórnvalda að greitt yrði sérstakt gjald fyrir aðgang að Kerinu í gær vegna mikils fjölda í fylgdarliði Kínverjanna. Almennt er ekki rukkað fyrir aðgang að Kerinu. thorbjorn@stod2.is Tengdar fréttir Vildu ekki fá íslensk og kínversk stjórnvöld í Kerið Forsvarsmenn Kersins í Grímsnesi lögðust gegn því að kínverskir og íslenskir ráðamenn heimsæktu Kerið í ferð sinni um Suðurland í dag. Til stóð að Wen Jiabao, forsætisráðherra Kína, kæmi við í Kerinu eftir að hafa skoðað Gullfoss og Geysi en ekkert varð af því. 21. apríl 2012 15:26 Lilja um Kermálið: Ekkert breyst í samfélaginu við hrunið Lilja Mósesdóttir alþingismaður segir að sú ákvörðun landeigenda að meina forsætisráðherrum Íslands og Kína að skoða náttúrufyrirbærin í Kerinu í Grímsnesi, sýni að í raun hafi ekkert breyst í samfélaginu við hrunið. 22. apríl 2012 11:41 "Eins farið með einkaeignarétt á Kerinu og óveiddum fiski í sjó" Jóhann Hauksson, upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar, segir að eins sé farið með einkaeignarétt á Kerinu og á óveiddum fiski í sjó. Hann segir að Óskar Magnússon, einn forsvarsmanna Kersins, verji þann rétt gagnvart almenningi, annarsvegar sem landeigandi og hins vegar sem útgáfustjóri fyrir sægreifa, en þar vísar hann til þess að Óskar er útgefandi Morgunblaðsins. 22. apríl 2012 10:48 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Fleiri fréttir Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Sjá meira
Formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands segir að tryggja verði aðgang almennings að náttúruperlum og hefur áhyggjur af því að hægt sé að synja mönnum um aðgang eftir hentugleika, eins og gerðist í gær þegar landeigendur í Kerinu neituðu forsætisráðherrum Íslands og Kína að skoða svæðið. Landeigendur í kringum Kerið í Grímsnesi, með Óskar Magnússon, útgefanda Morgunblaðsins, fremstan í flokki neituðu í gær Wen Jiabao forsætisráðherra Kína, Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra Íslands og fylgdarliðum þeirra að skoða kerið. Forsætisráðherrann og hinn erlendi gestur hennar þurftu því frá að hverfa. Óskar sagði að ástæðan væri m.a andstaðan við kínversk og íslensk stjórnvöld. Af þessum orðum hans má ráða að það hafi huglæg sjónarmið ráðið för þegar þessi ákvörðun var tekin, en ekki aðeins metnaður fyrir vernd svæðisins. Lilja Mósesdóttir alþingismaður segir á Facebook-síðu sinni að málið afhjúpi þá staðreynd að hrunsamfélagið hafi verið endurreist. Fram séu komnir sömu leikendur og gildi og áttu leiksviðið fyrir hrun. Aftur sé réttur einstaklingsins settur ofar hagsmunum þjóðarinnar. Þá segir Lilja að tryggja verði aðgang þjóðarinnar að gersemum í einkaeign.Takmarkaður aðgangur að Geysi væri til háborinnar skammar Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, tekur undir þetta sjónarmið. „Ég virði það að menn vilji mótmæla einhverju varðandi stjórnarfarið í Kína og heimsóknum Kínverja, en það á ekki að vera á færi einstaklinga að banna fólki að skoða náttúruperlur hér á landi. Það eiga að gilda almenn lög sem tryggja mönnum rétt til að heimsækja slík svæði," segir Árni. En geta menn meinað fólki að skoða náttúruperlur? Er þetta ekki staðfesting á því? Fyrst forsætisráðherra Íslands fær ekki að fara þarna um? „Einhver sagði að þetta væri afturhvarf til ársins 2007. Menn væru farnir að ráðskast með eigur þjóðarinnar eins og þeim sýndist, en þeir keyptu þetta og geta þannig farið með þetta að vild. Að mínu mati ættu hins vegar að gilda almennar reglur um aðgengi almennings að náttúruperlum. Við getum tekið hliðstætt dæmi um Geysi sem er í einkaeigu, allt landið þar, og landeigendur hafa ekki viljað selja ríkinu því ríkið borgi ekki nóg. Af þeim sökum er svæðið í niðurníðslu. Ímyndaðu þér ef Óskar Magnússon myndi kaupa Geysi og það svæði, þá gæti hann sagt við íslensk stjórnvöld, þið getið ekki komið hingað með þennan kínverska eða þennan evrópska eða hvað það er. Þetta má ekki verða svona. Ef það væri hægt að stjórna aðgengi að Geysi þá væri það til háborinnar skammar," segir Árni Finnsson. Færð hafa verið rök fyrir því að takmarka eigi aðgang að náttúruperlum og veita aðeins aðgang að slíkum svæðum gegn greiðslu sem myndi síðan kosta viðhald á slíkum svæðum, en sú umræða er af öðrum toga. Ekki liggur fyrir hvort það hafi komið upp í umræðu milli aðstandenda Kerfélagsins og stjórnvalda að greitt yrði sérstakt gjald fyrir aðgang að Kerinu í gær vegna mikils fjölda í fylgdarliði Kínverjanna. Almennt er ekki rukkað fyrir aðgang að Kerinu. thorbjorn@stod2.is
Tengdar fréttir Vildu ekki fá íslensk og kínversk stjórnvöld í Kerið Forsvarsmenn Kersins í Grímsnesi lögðust gegn því að kínverskir og íslenskir ráðamenn heimsæktu Kerið í ferð sinni um Suðurland í dag. Til stóð að Wen Jiabao, forsætisráðherra Kína, kæmi við í Kerinu eftir að hafa skoðað Gullfoss og Geysi en ekkert varð af því. 21. apríl 2012 15:26 Lilja um Kermálið: Ekkert breyst í samfélaginu við hrunið Lilja Mósesdóttir alþingismaður segir að sú ákvörðun landeigenda að meina forsætisráðherrum Íslands og Kína að skoða náttúrufyrirbærin í Kerinu í Grímsnesi, sýni að í raun hafi ekkert breyst í samfélaginu við hrunið. 22. apríl 2012 11:41 "Eins farið með einkaeignarétt á Kerinu og óveiddum fiski í sjó" Jóhann Hauksson, upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar, segir að eins sé farið með einkaeignarétt á Kerinu og á óveiddum fiski í sjó. Hann segir að Óskar Magnússon, einn forsvarsmanna Kersins, verji þann rétt gagnvart almenningi, annarsvegar sem landeigandi og hins vegar sem útgáfustjóri fyrir sægreifa, en þar vísar hann til þess að Óskar er útgefandi Morgunblaðsins. 22. apríl 2012 10:48 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Fleiri fréttir Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Sjá meira
Vildu ekki fá íslensk og kínversk stjórnvöld í Kerið Forsvarsmenn Kersins í Grímsnesi lögðust gegn því að kínverskir og íslenskir ráðamenn heimsæktu Kerið í ferð sinni um Suðurland í dag. Til stóð að Wen Jiabao, forsætisráðherra Kína, kæmi við í Kerinu eftir að hafa skoðað Gullfoss og Geysi en ekkert varð af því. 21. apríl 2012 15:26
Lilja um Kermálið: Ekkert breyst í samfélaginu við hrunið Lilja Mósesdóttir alþingismaður segir að sú ákvörðun landeigenda að meina forsætisráðherrum Íslands og Kína að skoða náttúrufyrirbærin í Kerinu í Grímsnesi, sýni að í raun hafi ekkert breyst í samfélaginu við hrunið. 22. apríl 2012 11:41
"Eins farið með einkaeignarétt á Kerinu og óveiddum fiski í sjó" Jóhann Hauksson, upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar, segir að eins sé farið með einkaeignarétt á Kerinu og á óveiddum fiski í sjó. Hann segir að Óskar Magnússon, einn forsvarsmanna Kersins, verji þann rétt gagnvart almenningi, annarsvegar sem landeigandi og hins vegar sem útgáfustjóri fyrir sægreifa, en þar vísar hann til þess að Óskar er útgefandi Morgunblaðsins. 22. apríl 2012 10:48