Kersmálið sýnir að eigendur náttúruperla geta synjað eftir hentisemi Þorbjörn Þórðarson skrifar 22. apríl 2012 13:15 Formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands segir að tryggja verði aðgang almennings að náttúruperlum og hefur áhyggjur af því að hægt sé að synja mönnum um aðgang eftir hentugleika, eins og gerðist í gær þegar landeigendur í Kerinu neituðu forsætisráðherrum Íslands og Kína að skoða svæðið. Landeigendur í kringum Kerið í Grímsnesi, með Óskar Magnússon, útgefanda Morgunblaðsins, fremstan í flokki neituðu í gær Wen Jiabao forsætisráðherra Kína, Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra Íslands og fylgdarliðum þeirra að skoða kerið. Forsætisráðherrann og hinn erlendi gestur hennar þurftu því frá að hverfa. Óskar sagði að ástæðan væri m.a andstaðan við kínversk og íslensk stjórnvöld. Af þessum orðum hans má ráða að það hafi huglæg sjónarmið ráðið för þegar þessi ákvörðun var tekin, en ekki aðeins metnaður fyrir vernd svæðisins. Lilja Mósesdóttir alþingismaður segir á Facebook-síðu sinni að málið afhjúpi þá staðreynd að hrunsamfélagið hafi verið endurreist. Fram séu komnir sömu leikendur og gildi og áttu leiksviðið fyrir hrun. Aftur sé réttur einstaklingsins settur ofar hagsmunum þjóðarinnar. Þá segir Lilja að tryggja verði aðgang þjóðarinnar að gersemum í einkaeign.Takmarkaður aðgangur að Geysi væri til háborinnar skammar Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, tekur undir þetta sjónarmið. „Ég virði það að menn vilji mótmæla einhverju varðandi stjórnarfarið í Kína og heimsóknum Kínverja, en það á ekki að vera á færi einstaklinga að banna fólki að skoða náttúruperlur hér á landi. Það eiga að gilda almenn lög sem tryggja mönnum rétt til að heimsækja slík svæði," segir Árni. En geta menn meinað fólki að skoða náttúruperlur? Er þetta ekki staðfesting á því? Fyrst forsætisráðherra Íslands fær ekki að fara þarna um? „Einhver sagði að þetta væri afturhvarf til ársins 2007. Menn væru farnir að ráðskast með eigur þjóðarinnar eins og þeim sýndist, en þeir keyptu þetta og geta þannig farið með þetta að vild. Að mínu mati ættu hins vegar að gilda almennar reglur um aðgengi almennings að náttúruperlum. Við getum tekið hliðstætt dæmi um Geysi sem er í einkaeigu, allt landið þar, og landeigendur hafa ekki viljað selja ríkinu því ríkið borgi ekki nóg. Af þeim sökum er svæðið í niðurníðslu. Ímyndaðu þér ef Óskar Magnússon myndi kaupa Geysi og það svæði, þá gæti hann sagt við íslensk stjórnvöld, þið getið ekki komið hingað með þennan kínverska eða þennan evrópska eða hvað það er. Þetta má ekki verða svona. Ef það væri hægt að stjórna aðgengi að Geysi þá væri það til háborinnar skammar," segir Árni Finnsson. Færð hafa verið rök fyrir því að takmarka eigi aðgang að náttúruperlum og veita aðeins aðgang að slíkum svæðum gegn greiðslu sem myndi síðan kosta viðhald á slíkum svæðum, en sú umræða er af öðrum toga. Ekki liggur fyrir hvort það hafi komið upp í umræðu milli aðstandenda Kerfélagsins og stjórnvalda að greitt yrði sérstakt gjald fyrir aðgang að Kerinu í gær vegna mikils fjölda í fylgdarliði Kínverjanna. Almennt er ekki rukkað fyrir aðgang að Kerinu. thorbjorn@stod2.is Tengdar fréttir Vildu ekki fá íslensk og kínversk stjórnvöld í Kerið Forsvarsmenn Kersins í Grímsnesi lögðust gegn því að kínverskir og íslenskir ráðamenn heimsæktu Kerið í ferð sinni um Suðurland í dag. Til stóð að Wen Jiabao, forsætisráðherra Kína, kæmi við í Kerinu eftir að hafa skoðað Gullfoss og Geysi en ekkert varð af því. 21. apríl 2012 15:26 Lilja um Kermálið: Ekkert breyst í samfélaginu við hrunið Lilja Mósesdóttir alþingismaður segir að sú ákvörðun landeigenda að meina forsætisráðherrum Íslands og Kína að skoða náttúrufyrirbærin í Kerinu í Grímsnesi, sýni að í raun hafi ekkert breyst í samfélaginu við hrunið. 22. apríl 2012 11:41 "Eins farið með einkaeignarétt á Kerinu og óveiddum fiski í sjó" Jóhann Hauksson, upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar, segir að eins sé farið með einkaeignarétt á Kerinu og á óveiddum fiski í sjó. Hann segir að Óskar Magnússon, einn forsvarsmanna Kersins, verji þann rétt gagnvart almenningi, annarsvegar sem landeigandi og hins vegar sem útgáfustjóri fyrir sægreifa, en þar vísar hann til þess að Óskar er útgefandi Morgunblaðsins. 22. apríl 2012 10:48 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Erlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Fleiri fréttir Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Sjá meira
Formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands segir að tryggja verði aðgang almennings að náttúruperlum og hefur áhyggjur af því að hægt sé að synja mönnum um aðgang eftir hentugleika, eins og gerðist í gær þegar landeigendur í Kerinu neituðu forsætisráðherrum Íslands og Kína að skoða svæðið. Landeigendur í kringum Kerið í Grímsnesi, með Óskar Magnússon, útgefanda Morgunblaðsins, fremstan í flokki neituðu í gær Wen Jiabao forsætisráðherra Kína, Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra Íslands og fylgdarliðum þeirra að skoða kerið. Forsætisráðherrann og hinn erlendi gestur hennar þurftu því frá að hverfa. Óskar sagði að ástæðan væri m.a andstaðan við kínversk og íslensk stjórnvöld. Af þessum orðum hans má ráða að það hafi huglæg sjónarmið ráðið för þegar þessi ákvörðun var tekin, en ekki aðeins metnaður fyrir vernd svæðisins. Lilja Mósesdóttir alþingismaður segir á Facebook-síðu sinni að málið afhjúpi þá staðreynd að hrunsamfélagið hafi verið endurreist. Fram séu komnir sömu leikendur og gildi og áttu leiksviðið fyrir hrun. Aftur sé réttur einstaklingsins settur ofar hagsmunum þjóðarinnar. Þá segir Lilja að tryggja verði aðgang þjóðarinnar að gersemum í einkaeign.Takmarkaður aðgangur að Geysi væri til háborinnar skammar Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, tekur undir þetta sjónarmið. „Ég virði það að menn vilji mótmæla einhverju varðandi stjórnarfarið í Kína og heimsóknum Kínverja, en það á ekki að vera á færi einstaklinga að banna fólki að skoða náttúruperlur hér á landi. Það eiga að gilda almenn lög sem tryggja mönnum rétt til að heimsækja slík svæði," segir Árni. En geta menn meinað fólki að skoða náttúruperlur? Er þetta ekki staðfesting á því? Fyrst forsætisráðherra Íslands fær ekki að fara þarna um? „Einhver sagði að þetta væri afturhvarf til ársins 2007. Menn væru farnir að ráðskast með eigur þjóðarinnar eins og þeim sýndist, en þeir keyptu þetta og geta þannig farið með þetta að vild. Að mínu mati ættu hins vegar að gilda almennar reglur um aðgengi almennings að náttúruperlum. Við getum tekið hliðstætt dæmi um Geysi sem er í einkaeigu, allt landið þar, og landeigendur hafa ekki viljað selja ríkinu því ríkið borgi ekki nóg. Af þeim sökum er svæðið í niðurníðslu. Ímyndaðu þér ef Óskar Magnússon myndi kaupa Geysi og það svæði, þá gæti hann sagt við íslensk stjórnvöld, þið getið ekki komið hingað með þennan kínverska eða þennan evrópska eða hvað það er. Þetta má ekki verða svona. Ef það væri hægt að stjórna aðgengi að Geysi þá væri það til háborinnar skammar," segir Árni Finnsson. Færð hafa verið rök fyrir því að takmarka eigi aðgang að náttúruperlum og veita aðeins aðgang að slíkum svæðum gegn greiðslu sem myndi síðan kosta viðhald á slíkum svæðum, en sú umræða er af öðrum toga. Ekki liggur fyrir hvort það hafi komið upp í umræðu milli aðstandenda Kerfélagsins og stjórnvalda að greitt yrði sérstakt gjald fyrir aðgang að Kerinu í gær vegna mikils fjölda í fylgdarliði Kínverjanna. Almennt er ekki rukkað fyrir aðgang að Kerinu. thorbjorn@stod2.is
Tengdar fréttir Vildu ekki fá íslensk og kínversk stjórnvöld í Kerið Forsvarsmenn Kersins í Grímsnesi lögðust gegn því að kínverskir og íslenskir ráðamenn heimsæktu Kerið í ferð sinni um Suðurland í dag. Til stóð að Wen Jiabao, forsætisráðherra Kína, kæmi við í Kerinu eftir að hafa skoðað Gullfoss og Geysi en ekkert varð af því. 21. apríl 2012 15:26 Lilja um Kermálið: Ekkert breyst í samfélaginu við hrunið Lilja Mósesdóttir alþingismaður segir að sú ákvörðun landeigenda að meina forsætisráðherrum Íslands og Kína að skoða náttúrufyrirbærin í Kerinu í Grímsnesi, sýni að í raun hafi ekkert breyst í samfélaginu við hrunið. 22. apríl 2012 11:41 "Eins farið með einkaeignarétt á Kerinu og óveiddum fiski í sjó" Jóhann Hauksson, upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar, segir að eins sé farið með einkaeignarétt á Kerinu og á óveiddum fiski í sjó. Hann segir að Óskar Magnússon, einn forsvarsmanna Kersins, verji þann rétt gagnvart almenningi, annarsvegar sem landeigandi og hins vegar sem útgáfustjóri fyrir sægreifa, en þar vísar hann til þess að Óskar er útgefandi Morgunblaðsins. 22. apríl 2012 10:48 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Erlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Fleiri fréttir Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Sjá meira
Vildu ekki fá íslensk og kínversk stjórnvöld í Kerið Forsvarsmenn Kersins í Grímsnesi lögðust gegn því að kínverskir og íslenskir ráðamenn heimsæktu Kerið í ferð sinni um Suðurland í dag. Til stóð að Wen Jiabao, forsætisráðherra Kína, kæmi við í Kerinu eftir að hafa skoðað Gullfoss og Geysi en ekkert varð af því. 21. apríl 2012 15:26
Lilja um Kermálið: Ekkert breyst í samfélaginu við hrunið Lilja Mósesdóttir alþingismaður segir að sú ákvörðun landeigenda að meina forsætisráðherrum Íslands og Kína að skoða náttúrufyrirbærin í Kerinu í Grímsnesi, sýni að í raun hafi ekkert breyst í samfélaginu við hrunið. 22. apríl 2012 11:41
"Eins farið með einkaeignarétt á Kerinu og óveiddum fiski í sjó" Jóhann Hauksson, upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar, segir að eins sé farið með einkaeignarétt á Kerinu og á óveiddum fiski í sjó. Hann segir að Óskar Magnússon, einn forsvarsmanna Kersins, verji þann rétt gagnvart almenningi, annarsvegar sem landeigandi og hins vegar sem útgáfustjóri fyrir sægreifa, en þar vísar hann til þess að Óskar er útgefandi Morgunblaðsins. 22. apríl 2012 10:48