Innlent

Víða vandræði vegna illviðris og ófærðar

Björgunarsveitarmenn í Búðardal voru kallaðir út í gærkvöldi til að aðstoða fólk í föstum bílum á Bröttubrekku, en þar var illviðri eins og víða um vestanvert landið í gærkvöldi.

Björgunarmenn frá Akureyri fóru líka upp á Öxnadalsheiði í gærkvöldi til aðstoða ökumann, sem hafði mist bíl sinn út af veginum og svo aftur seint í nótt til að aðstoða fólk í þremur föstum bílum.

Slæmt veður var líka á Hellisheiði um tíma en ekki urðu vandræði þar svo lögreglu sé kunnugt um.

Víða var ísing á götum og vegum í morgun, einkum á suðvestan- og vestanverðu landinu og fjallvegir á Vestfjörðum voru illfærir eða ófærir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×