Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins ætlar að flýta ákvörðun um refsiaðgerðir gegn Íslendingum og Færeyingum vegna makríldeilunnar svo málið verði útkljáð þegar viðræður um sjávarútvegskaflann í aðildarvilðræðum Íslands að sambandinu hefjast í næsta mánuði.
Simon Coveney sjávarútvegsráðherra Írlands greindi frá þessu í viðtali við írska ríkisútvarpið í gær, en sjávarútvegsráðherrar sambandsins funda nú í Brussel.
Á vefsíðunni fishupdate.com er fjallað um að ESB og Norðmenn hafi náð samkomulagi um skiptingu makrílsaflans fyrir þetta ár. ESB fær tæplega 397 þúsund tonn í sinn hlut en Norðmenn fá rúmlega 180.000 tonn.
ESB flýtir ákvörðun um refsiaðgerðir gegn Íslandi og Færeyjum

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.