Innlent

ESB flýtir ákvörðun um refsiaðgerðir gegn Íslandi og Færeyjum

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins ætlar að flýta ákvörðun um refsiaðgerðir gegn Íslendingum og Færeyingum vegna makríldeilunnar svo málið verði útkljáð þegar viðræður um sjávarútvegskaflann í aðildarvilðræðum Íslands að sambandinu hefjast í næsta mánuði.

Simon Coveney sjávarútvegsráðherra Írlands greindi frá þessu í viðtali við írska ríkisútvarpið í gær, en sjávarútvegsráðherrar sambandsins funda nú í Brussel.

Á vefsíðunni fishupdate.com er fjallað um að ESB og Norðmenn hafi náð samkomulagi um skiptingu makrílsaflans fyrir þetta ár. ESB fær tæplega 397 þúsund tonn í sinn hlut en Norðmenn fá rúmlega 180.000 tonn.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.