Innlent

Féll af baki og dróst á eftir hestinum

Karlmaður, sem var að prófa reiðhest við hesthúsahverfið að Landsenda um átta leitið í gærkvöldi, slasaðist þegar hann féll af baki.

Það gerðist þegar hesturinn fældist skyndilega og maðurinn missti stjórn á honum. Þegar hann féll, festist annar fótur hans í ístaðinu og dróst maðurinn með hestinum smá spöl uns hann hafnaði utan vegar.

Hann var fluttur í sjúkrabíl á Slysadeild Landsspítalans þar sem gert var að sárum hans, en hann reyndist ekki alvarlega slasaður. Hesturinn hvarf út í náttmyrkrið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×