Innlent

La Bohéme fær fjórar stjörnur í The Daily Telegraph

Úr La Bohéme.
Úr La Bohéme. mynd/Valli
Uppsetning Íslensku óperunnar á La Bohéme eftir Giacomo Puccini í Hörpunni fær fjórar stjörnur af fimm mögulegum hjá The Daily Telegraph. Frammistöðu leikaranna er hrósað og fer gagnrýnandi fögrum orðum um Eldborgarsal Hörpunnar.

Það er Hugo Shirley sem rýnir í verkið. Hægt er að nálgast umfjöllun hans hér.

Hann segir sviðshönnunina vera aðdáunarverða og hrósar Will Bowen, leikmyndahönnuði, og leikstjóranum Jamie Hayes fyrir að nýta Eldborgarsalinn til hins ýtrasta.

Aðalleikararnir, þau Hulda Björk Garðarsdóttir og Gissur Páll Gissurarson, fá einnig mikið lof frá Hugo. Leikurum í minni hlutverkum er að sama skapi hrósað í hástert.

En Hugo telur Eldborgarsalinn vera undirstöðu velgengninnar. Hann segir hljómburðinn vera með ólíkindum og að raddir leikaranna berist óhindraðar og tærar til áhorfenda.

La Bohéme fékk fimm stjörnur í Fréttablaðinu í dag en það var Jónas Sen gagnrýndi verkið. Hægt er að lesa umfjöllun Jónasar hér fyrir neðan.


Tengdar fréttir

Fjörugt og fyndið en líka tragískt

Sérlega skemmtileg uppfærsla þar sem saman fer fagur söngur og skemmtileg leikstjórn. Á vissan hátt er hún tímamótaviðburður í tónlistarlífinu. Þetta er í fyrsta sinn sem maður sér alvöru óperusýningu á Íslandi. Í húsi með réttum hljómburði fyrir slíka sýningu og á sæmilega stóru sviði. Í samanburðinum var Töfraflautan í haust bara upphitun. Ég held að við getum öll verið stolt af árangrinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×