Innlent

Vigdís braut þingsköp

Vigdís Hauksdóttir.
Vigdís Hauksdóttir.
Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, gerðist brotleg við þingsköp samkvæmt niðurstöðu Ástu Ragnheiðar Jóhannesdóttur, forseta Alþingis. Vigdís miðlaði upplýsingum af fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis á Facebook síðu sína áður en fundinum lauk. Valgerður Bjarnadóttir, formaður nefndarinnar, sleit þá fundinum sem fram fór 13. mars síðastliðinn.

Í niðurstöðu Ástu Ragnheiðar kemur fram að fundurinn hafi verið lokaður og Vigdísi því óheimilt að miðla fréttum af fundinum á samskiptavefnum. Færsla Vigdísar var á þessa leið:

„stórfrétt - nú var eiginlega endanlega verið að slá út þjóðararatkvæðagreiðslu um skýrslu stjórnlagaráðs samhliða forsetakosningum !!!"

Það er ruv.is sem birtir bréfið, sem finna má hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×