Innlent

Loðnuskipin flest búin með kvótann og hætt veiðum

Loðnuskipin eru nú flest eða öll búin með kvóta sína og hætt veiðum. Skipin eru svonefnd fjölveiðiskip og taka nú kolmunnaveiðar við.

Eitt skipanna, Aðalsteinn Jónsson frá Eskifirði er komið á kolmunnamiðin, sem á þessum árstíma eru undan Skotlandsströndum, eða á Rockall svæðinu. Það er nýkomið á miðin og hafa ekki borist fregnir af aflabrögðum, en verið er að búa fleiri skip til veiðanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×