Innlent

Húsamýs komu til Íslands og Grænlands með víkingunum

Ný rannsókn sýnir að víkingarnir sem sigldu frá Noregi til Íslands og síðar til Grænlands og Nýfundnalands báru með sér húsamýs til þessara landa á níundu öld. Sennilega hafa þær leynst í fóðri húsdýra sem víkingarnir fluttu með sér á ferðum sínum.

Íslenskar húsamýs eru enn af hinum upprunalega stofni. Hinsvegar dóu mýsnar út á Grænlandi á fjórtándu öld þegar danskar húsamýs urðu ráðandi þar í landi.

Ekki fundust ummerki um þessar mýs á Nýfundnalandi en vísindamenn telja að þar hafi þeirra beðið sömu örlög og ættingja sinna á Grænlandi, það er þær hafi dáið út þegar víkingabyggðin lagðist af á Nýfundnalandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×