Innlent

Slasaðist alvarlega um borð í togara

Þyrlan er til taks á Ísafjarðarflugvelli
Þyrlan er til taks á Ísafjarðarflugvelli
Sjómaður slasaðist alvarlega um borð í togara á Ísafjarðardjúpi snemma í morgun. Þyrla Landhelgisgæslunnar var send með lækni, sem seig niður i togarann og var ákveðið að sigla með hinn slasaða í land og er læknirinn um borð, en þyrlan lenti á Ísafjarðarflugvelli og er þar til taks. Ekki er vitað hvernig slysið varð, en sjómaðurinn mun vera alvarlega slasaður. Togarinn er væntanlegur til hafnar nú um ellefu leitið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×