Innlent

Heitavatnslaust í Fossvogi

Heitavatnslaust verður frá klukkan 13 í dag í Fossvogi og nágrenni vegna viðgerðar á heitavatnslögn. Svæðið sem lokað veður fyrir afmarkast af byggð neðan Bústaðavegar frá Reykjanesbraut að Eyrarlandi við Grímsbæ auk Brúnalands. Þá verður einnig heitavatnslaust í Ásgarði, raðhúsum við Tunguveg, Stjörnu- og Blesugrófinni í Reykjavík sem og húsum sem standa við Fossvogsbrún.

Í tilkynningu frá Orkuveitunni segir að vonast sé til að viðgerð verði lokið um klukkan 15 í dag. Dragist viðgerð mun Orkuveitan senda út tilkynningu þar að lútandi á heimasíðu sinni, or.is. Íbúum er bent á að skrúfa fyrir alla heitavatnskrana til að forðast slysahættu eða tjón þegar vatnið kemst á að nýju. Þá er ráðlegt að hafa glugga lokaða og útidyr ekki opnar lengur en þörf krefur til að minnka varmatap.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×