Innlent

Rannsókn á bankahruninu lýkur í lok árs

Fimmtíu og þrjú mál sem Fjármálaeftirlitið hefur haft til rannsóknar eftir bankahrun hafa verið kærð til efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra eða saksóknara. Þetta kemur fram í vefriti FME.

Þrjátíu og þremur málum hefur verið vísað til embættis sérstaks saksóknara en alls hefur stofnunin lokið rannsókn á 149 málum.

Umfangsmestu málin varða meinta markaðsmisnotkun og innherjasvik en jafnframt hefur stofnunin vísað til embættis sérstaks saksóknara meintum brotum vegna umboðssvika, bókhaldssvika og fleiri tegunda brota.

Samkvæmt áætlun stofnunarinnar mun rannsóknum á atburðum tengdum bankahruninu ljúka í loka þessa árs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×