Innlent

Íbúar ósáttir við svalirnar á Prikinu

Prikið í Bankastræti
Prikið í Bankastræti
Íbúar í grennd við skemmtistaðinn Prikið eru ósáttir við að byggingafulltrúi borgarinnar hafi ekki leitað lögboðins álits húsafriðunarnefndar áður en veitt var leyfi fyrir svölum, sem reistar voru í lokuðu porti við skemmtistaðinn fyrir nokkrum árum. Íbúasamtök borgarinnar velta því fyrir sér hvort að byggingafulltrúinn telji sér ekki skylt lögum samkvæmt að kynna sér grenndaráhrif bygginga, er lúta að hávaða og truflun í nærumhverfinu.

Á fundi samtakanna í gær var fjallað um málið en íbúarnir segja að viðskiptavinunum á Prikinu sé heimilt að neyta áfengis og reykja á svölunum á nóttunni. Það stangist á við lög, reglugerðir og samþykktir um áfengisveitingar. Þrátt fyrir ítrekaðar kvartanir íbúa í nágrenninu vegna hávaða fá svölunum hafi byggingafulltrúinn veitt leyfi fyrir framkvæmdunum í mars í fyrra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×