Innlent

Varðhald yfir Annþóri og Berki framlengt

Héraðsdómur Reykjaness féllst nú síðdegis á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir Annþóri Kristjáni Karlssyni og Berki Birgissyni.

Þeir voru handteknir í umfangsmikilli lögreglurassíu í síðustu viku.

Sjö sátu í gæsluvarðhaldi vegna málsins þegar mest lét og hefur þeim nú öllum verið sleppt. Annþór og Börkur eru grunaðir um að tengjast tveimur alvarlegum líkamsárásum sem gerðar voru fyrir nokkrum mánuðum í Hafnarfirði og Mosfellsbæ, skipulagðri glæpastarfsemi, innbrotum og þjófnaði, auk annars.

Þeir voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 30. mars næstkomandi.


Tengdar fréttir

Úrskurðaðir í vikulangt gæsluvarðhald

Fjórir karlmenn hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 21. mars næstkomandi vegna rannsóknar, sem snýr að skipulagðri glæpastarfssemi, líkamsmeiðingum, hótunum, innbrotum, peningaþvætti og þjófnuðum.

Komu allir að alvarlegum líkamsárásum vegna handrukkuna

Sex karlmenn voru úrskurðaðir í dag í vikulangt gæsluvarðhald vegna umfangsmikilar rannsóknar lögreglunnar á skipulagðri brotastarfsemi. Mennirnir koma að alvarlegum líkamsárásum vegna handrukkuna en eitt fórnarlambanna var fótbrotið á báðum fótum.

Lögreglan krefst gæsluvarðhalds yfir fjórum mönnum

Lögreglan ætlar að krefjast gæsluvarðhaldsúrskurðar yfir fjórum karlmönnum, sem hún handtók í gærmorgun vegna rannsóknar, sem snýr að skipulagðri glæpastarfssemi, líkamsmeiðingum, hótunum, innbortum, peningaþvætti og þjófnuðum.

Hafði í hótunum við starfsfólk 365 - tveir til viðbótar í gæsluvarðhald

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu ætlar að leggja fram kröfu um gæsluvarðhald yfir tveimur mönnum til viðbótar í tengslum við rannsókn á skipulagðri brotastarfsemi, en mennirnir voru handteknir í gær. Fjórir menn hafa þegar verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald, líkt og fram kom í tilkynningu lögreglunnar í morgun.

Gæsluvarðhald yfir Annþóri og Berki að renna út

Gæsluvarðhald yfir hópi manna sem handteknir voru í umfangsmikilli lögreglurassíu í síðustu viku rennur út í dag. Lögmenn sumra þeirra, sem Fréttablaðið ræddi við í gær, gerðu fastlega ráð fyrir því að krafist yrði framlengingar á varðhaldinu yfir að minnsta kosti einhverjum mannanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×