Innlent

Muamba var í hjartastoppi í 78 mínútur

mynd/AP
Læknir breska fótboltaliðsins Bolton Wanderes sagði að Fabrice Muamba hafi í raun verið látinn í 78 mínútur áður en endurlífgunartilraunir báru árangur.

Muamba fékk hjartaáfall í leik Bolton og Tottenham á White Hart Lane á laugardaginn.

Jonathan Tobin, læknir hjá Bolton, sagði í viðtali við BBC að Muamba hafi fengið 16 rafstuð á meðan endurlífgun stóð yfir.

Tobin fylgdi Muamba á Chest sjúkrahúsið í Lundúnum. Þar tóku hjartasérfræðingar við og héldu endurlífgunartilraunum áfram. Þær báru loks árangur en þá voru 78 mínútur liðnar frá því að hjarta Muamba hafði hætt að slá.

„Tveir klukkutímar höfðu liðið frá því að hjartað tók að slá," sagði Tobin. „Ég gekk upp að Muamba og spurði hvort að hann vissi hvað hann héti og hann sagði nafn sitt. Ég spurði síðan: 'Ég hef heyrt að þú sért ansi góður fótboltamaður, er það satt?'"

Muamba svaraði: „Ég reyni að vera það."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×