Innlent

Varar við "bjórlánum“

Breki Karlsson segir smálán kölluð bjórlán í Finnlandi.
Breki Karlsson segir smálán kölluð bjórlán í Finnlandi.
„Ég vara náttúrulega stórlega við þessum lánum. Þau eru ein dýrstu lán sem þú getur nokkurntímann tekið," sagði Breki Karlsson í viðtali í Reykjavík síðdegis, spurður út í smálán sem nokkur fyrirtæki bjóða upp á á Íslandi í dag.

Breki kennir fjármálalæsi og fræðir meðal annars ungmenni um hættur þess að taka slík lán. Hann bendir meðal annars á að ef einstaklingur þarf að taka tíu þúsund króna lán, þá sé líklegt að hann geti ekki greitt 12500 krónur fimmtán dögum síðar.

En það sem Breki gagnrýnir helst er aðferðarfræði fyrirtækjanna sem veita slík lán - auglýsingum er sérstaklega beint til ungmenna.

„Það er verið að höfða til ungs og reynslulítils fólks," sagði Breki.

Hann bendir á að Finnar hafi lengi haft áhyggjur af þessum lánum og vitnar í rannsókn sem þar var gerð þar sem kom í ljós að 55 prósent ungmenna sem tóku lánin tóku þau til þess að greiða upp fyrra lán.

„Svo notuðu 61 prósent ungmenna lánin til þess að kaupa áfengi og tóbak," sagði Breki og bætti við: „þess vegna eru lánin kölluð bjórlán í daglegu tali þar í landi."

Hægt er að hlusta á athyglisvert viðtal við Breka hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×