Innlent

Vinstri grænir ánægðir með Steingrím

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Kjósendur Vinstri grænna eru enn ánægðir með Steingrím.
Kjósendur Vinstri grænna eru enn ánægðir með Steingrím.
Rösklega 80% kjósenda Vinstri grænna eru ánægðir með störf Steingríms J. Sigfússonar, formanns flokksins, samkvæmt nýjum Þjóðarpúlsi Gallup. Ánægja með hann á meðal kjósenda flokksins hefur lítið breyst frá því að minnihlutastjórn Samfylkingarinnar og VG tók við í febrúar 2009.

Niðurstaðan vekur hugsanlega athygli í ljósi þess hve mikið hefur mætt á Steingrími frá því ríkisstjórnin tók við völdum. Niðurstaða náðist um að ganga til aðildarviðræðna við Evrópusambandið, en VG hefur ályktað að hagsmunum Íslands sé best borgið utan þess. Þá hafa þrír þingmenn yfirgefið flokkinn á þessu kjörtímabili. Á móti kemur að einn þingmaður hefur gengið til liðs við flokkinn.

Þrátt fyrir þetta hefur ánægja kjósenda VG með Steingrím haldist nær óbreytt. Í Þjóðarpúlsi í september 2009 mældist ánægjan með hann 85,5%, en í mars var það 81,3%. Ánægja með Steingrím hefur hins vegar snarminnkað á meðal kjósenda almennt. Hún mældist 41,5% í september 2009 en 22,9 í síðastliðnum mánuði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×