Innlent

Kona hugsanlega næsti biskup

Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar
Kona gæti orðið næsti biskup Íslands en séra Agnes Sigurðardóttir hlaut flest atkvæði í kosningu um næsta biskup Íslands. Næstur kom doktor Sigurður Árni Þórðarson en kosið verður milli þeirra tveggja í seinni umferð í apríl.

Talning atkvæða í biskupskjörinu fór fram uppi á lofti í Dómkirkjunni í dag. Átta voru í framboði og hlaut Agnes M. Sigurðardóttir flest atkvæði eða 131. Rétt um fimmhundruð voru á kjörskrá og hlaut Agnes því tæp 28% atkvæða.

Gunnar Sigurjónsson fékk 33 atkvæði, Kristján Valur Ingólfsson 37 atkvæði, Sigríður Guðmarsdóttir 76 atkvæði, Sigurður Árni Þórðarson 120 atkvæði eða næst flest í kjörinu, þá fékk Þórhallur Heimisson 27 atkvæði, Þórir Jökull Þorsteinsson 2 atkvæði og Örn Bárður Jónsson 49 atkvæði.

Þar sem enginn fékk meira en fimmtíu prósent atkvæða þarf að kjósa milli tveggja efstu samkvæmt þeim reglum sem gilda. Líklega fæst ekki niðurstaða í það kjör fyrr en í lok apríl.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×