Innlent

Lést í umferðarslysi

Knútur Trausti Hjálmarsson
Knútur Trausti Hjálmarsson
Maðurinn sem lést í umferðarlysi í Hrútafirði á föstudag hét Knútur Trausti Hjálmarsson. Hann var fæddur 19. febrúar 1988 og var búsettur í Reykjavík. Knútur var ókvæntur og barnlaus. Bíll sem Knútur ók valt síðdegis á föstudaginn í Hrútafjarðarhálsi. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Blönduósi kastaðist hann út úr bílnum. Þetta er fyrsta banaslysið í umferðinni á árinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×