Innlent

Hungurleikarnir og sálmabókin seljast vel

Íslendingar eru hrifnir af norrænum krimmum þessa dagana samkvæmt sölutölum Eymundsson vikuna 21. til 27. mars. Þá seldust bækurnar Englasmiðurinn og Snjókarlinn best í bókabúðum Eymundsson. Þá er einnig ljóst að Hungurleikarnir eftir Suzanne Collins fer vel í ungmenni þjóðarinnar. Hún er þriðja mest selda bókin og trónir einnig á toppnum í flokki unglinga- og barnabókmennta.

Í flokknum innbundin skáldverk og ljóðabækur er Sálmabók mest selda bókin. Í öðru sæti eru Passíusálmar Hallgríms Péturssonar. Í tilkynningu frá Eymundsson kemur fram að Sálmabókin á það til að seljast óvanalega vel á þessum tíma ársins.

Það er svo athyglisvert að sjá að bókin Gamlinginn sem skreið út um gluggann og hvarf, er í sjötta sæti yfir vinsælustu bækur Eymundsson. Hún ætlar því að vera ansi lífseig á listanum, enda kom hún út síðasta haust.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×