Innlent

Eygló hraunaði yfir Ragnheiði Elínu úr ræðustól á Alþingi

Eygló Harðardóttir þingmaður Framsóknarflokksins hraunaði yfir framgöngu Ragnheiðar Elínar Árnadóttur þingflokksformanns Sjálfstæðisflokksins í nótt. Í ræðustól á Alþingi rétt áðan sagði Eygló að framkoma þingflokksformannsins hafi verið mikill dónaskapur og henni til skammar.

Eygló segir að Ragnheiði Elínu hafi verið í lófa lagið að greina frá því að hún ætlaði að fara fram á atkvæðagreiðslu um málið í nótt. Eygló segir að ef þingflokksformaðurinn hefði gert slíkt hefði hún mætt til atkvæðagreiðslunnar hvort sem klukkan hefði verið eitt, tvö eða fjögur um nóttina. Jafnframt kom fram í máli Eyglóar að henni þætti miður að hafa misst af því að geta greitt atkvæði sitt.

Eygló lauk máli sínu með því að segja að þessi uppákoma hefði ekki verið þingmönnum Sjálfstæðisflokksins til sóma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×