Innlent

Steingrímur farinn til Kanada

Steingrímur J. Sigfússon, efnahags- og viðskiptaráðherra og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, er staddur í Ottawa í Kanada. Í tilkynningu frá ráðuneytum hans segir að þar muni hann eiga þar nokkra fundi með ráðherrum, bankamönnum og öldungardeildarþingmönnum. Á morgun mun ráðherra taka þátt í pallborðsumræðum um stöðu efnahagsmála og vanda ríkissjóða hjá Harvard Business School Club í Toronto.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×