Innlent

Leiðbeinandi dæmdur fyrir að misnota unglingsstúlkur

Karlmaður fæddur 1986 var dæmdur í tveggja ára óskilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Vesturlands í síðustu viku fyrir að misnota kynferðislega tvær unglingsstúlkur síðasta sumar. Um er að ræða mann sem starfaði annarsvegar sem leiðbeinandi í grunnskóla stúlknanna og að auki starfaði hann sem leiðbeinandi hjá Rauða Krossinum.

Maðurinn nálgaðist stúlkurnar í gegnum Facebook og bað aðra þeirra ítrekað um að koma til sín. Þau kynntust þegar stúlkan, sem þá var fjórtán ára gömul, kom drukkinn inn á heimili mannsins ásamt vinkonum sínum, þegar þær sáu hann reykja vatnspípu út á svölum heimili síns.

Eftir að hafa boðið henni sígarettur og áfengi í gegnum Facebook endaði hún á því að koma til mannsins á ný. Maðurinn misnotaði hana þá á heimili sínu.

Hin stúlkan sem maðurinn var dæmdur fyrir að misnota, var þrettán ára gömul þegar brotin áttu sér stað. Maðurinn var dæmdur fyrir að hafa áreitt stúlkuna kynferðislega með því að kyssa hana tungukossa á munninn, strjúka henni með hendi á brjóstum innan og utan klæða, strjúka henni með hendi á kynfærum utan klæða og biðja hana um að hafa við sig samræði eða önnur kynferðismök.

Manninum var ekki trúað fyrir stúlkunum til kennslu og uppeldis. Yngri stúlkan var hinsvegar skráður sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum, þar sem maðurinn var leiðbeinandi, en hún hætti að mæta eftir atvikið. Þau hittust þó ekki við ungliðastarfið.

Framburður mannsins þótti ótrúverðugur en framburður stúlknanna var stöðugur auk þess sem gögn úr facebook-samskiptum þeirra við manninn og smáskilaboð þeirra á milli, studdi framburð stúlknanna.

Maðurinn er því dæmdur í tveggja ára fangelsi og honum er gert að greiða forráðamönnum eldri stúlkunnar milljón í miskabætur en þeirri yngri 800 þúsund krónur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×