Innlent

Mottumars klárast á morgun

Árvekni- og fjáröflunarátakinu Mottumars lýkur á morgun, fimmtudaginn, 29. mars, með lokahófi í Þjóðleikhúskjallaranum. Alls hafa tæpar 23 milljónir safnast í átakinu í þetta sinnið og á morgun verða þeir sem þátt tóku í átakinu með því að skarta yfirskeggjum af öllum stærðum og gerðum heiðraðir.

Auk þess verða einstaklingar og lið sem enda í efstu þremur sætunum í áheitasöfnuninni fá viðurkenningar og verðlaun. Að vanda verða einnig veitt sérstök verðlaun fyrir fegurstu mottuna 2012. Hófið hefst klukkan hálf sex, að því er fram kemur í tilkynningu frá Krabbameinsfélaginu.

Enn er hægt að heita á motturæktendur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×