Innlent

Vinnuslys í álverinu í Straumsvík

Vinnuslys varð í álverinu í Straumsvík á öðrum tímanum í dag. Meðal annars var slökkviliðsbíll kallaður út en samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu var það vegna þess að sá slasaði klemmdi fótinn sinn og þurfti að losa hann með hjálp tækjabúnaðar slökkviliðsins.

Maðurinn var fluttur á sjúkrahús en ekki er vitað hversu slasaður maðurinn er.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×