Innlent

Fara fram á lögbann á innheimtuaðgerðir Landsbankans

Hagsmunasamtök heimilanna og talsmaður neytenda hafa farið fram á lögbann á innheimtuaðgerðir Landsbankans hjá sýslumanninum í Reykjavík. Þannig vilja samtökin og talsmaður að komið verði í veg fyrir að bankinn innheimti greiðsluseðla sem tilkomnir eru vegna veðskuldarbréfa eða skuldabréfa sem eru gengistryggð í erlendri mynt eða hafa verið gengistryggð í erlendri mynt en eru nú íslenskum krónum og hvíla á fasteign eða lausafé og veitt hafa verið neytendum, frá og með lögbanni sýslumanns.

Þetta kemur fram í lögbannsbeiðninni sem samtökin og talsmaður neytenda sendi á fjölmiðla.

Þar segir meðal annars að ástæða þess að lögbannskrafa er nú sett fram, er sú mikla óvissa sem framundan er og verið hefur, hvað varðar réttan endurútreikning gengistryggðra lána eða lána sem hafa verið gengistryggð en verið breytt í íslenskar krónur, en útreikningar greiðsluseðla sem sendir hafa verið m.a. í kjölfar Hæstaréttardóma um gengislánin.

Svo segir að innheimta samkvæmt greiðsluseðlum gerðarþola og annarra fjármálafyrirtækja sem berast munu inn um lúguna hjá heimilum landsins í apríl næstkomandi, er því bæði ólögmæt og of há í öllum tilvikum, að mati samtakanna og talsmanns neytenda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×