Innlent

Katrín mælti fyrir kvótafrumvarpinu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Katrín Jakobsdóttir mælti fyrir kvótafrumvarpinu.
Katrín Jakobsdóttir mælti fyrir kvótafrumvarpinu. mynd/ vilhelm.
Katrín Jakobsdóttir, varaformaður VG, mælti fyrir frumvarpi um stjórn fiskveiða á Alþingi í dag. Steingrímur J. Sigfússon, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, var fjarverandi þegar málið var sett á dagskrá. Katrín er starfandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra á meðan.

Katrín benti á að þarna væru um að ræða heildarendurskoðun gildandi laga um stjórn fiskveiða sem sett voru á þingi veturinn 1989-1990. „Eins og háttvirtir þingmenn hér inni vita á þetta frumvarp sér langan aðdraganda," sagði Katrín þegar hún mælti fyrir frumvarpinu.

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði að allir þeir sem hefðu tjáð sig um málið fram til þessa hefðu lýst yfir gríðarlega miklum efasemdum um það. Hann benti meðal annars á skýrslu sem unnin var fyrir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið, áður en frumvarpið var lagt fram, þar sem fram kemur að byggðaaðgerðir í frumvarpinu séu ólíklegar til að ná þeim markmiðum sem ætlast er til.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×