Innlent

Þurfum að eiga fyrir því sem við kaupum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Jón Jónsson tónlistarmaður með meiru.
Jón Jónsson tónlistarmaður með meiru.
Það er allt í lagi að eignast hluti ef maður hefur efni á því, segir Jón Jónsson, tónlistarmaður og hagfræðingur. Í Reykjavík síðdegis í dag ræddi Jón um samtal sem hann átti við börn á fermingaraldri hjá Arion banka í gær.

„Við spjölluðum bara um þetta í rólegheitunum og krakkarnir í gær voru voða áhugasamir," sagði Jón. Krakkarnir voru bara í miklu stuði og nú er stefnan að fara á Akureyri í næstu viku. Þetta er nú aðallega til að þau opni augun aðeins. Það er smá pressa í því umhverfi sem við erum í í dag að fólk virðist þurfa að eignast allt," segir Jón.

Jón segir að krakkar þurfi að passa sig á smálánum og passa sig líka á að skuldsetja sig ekki upp í rjáfur þegar fólk er orðið átján ára gamalt.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×