Innlent

Aðalsamningamaðurinn látinn hætta

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Aðalsamningamaður Íslendinga við Evrópusambandið í makríldeilunni var látinn hætta um síðustu áramót. Jón Bjarnason, fyrrverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, fullyrti þetta í umræðum um kvótafrumvarpið á þingi í kvöld.

Jón sagði að það væri löstur á kvótafrumvarpinu að ekki væru gerðar tillögur um það hvernig eigi að taka á og stýra veiðum á nýjum stofnum. Þar á meðal makríl. Þá hefði hann áhyggjur af samskiptum við Evrópusambandið vegna makrílveiðanna.

„Ég hef nokkrar áhyggjur af því hvers vegna aðalsamningamaður Íslands, Tómas H. Heiðar, sem hefur að mínu mati staðið sig mjög vel, bæði í samningum um makríl og líka í hvalveiðunum, af hverju hann er látinn hætta sem aðalsamningamaðurinn," sagði Jón Bjarnason. Jón sagði að Tómas hefði staðið mjög fast á rétti Íslendinga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×