Innlent

Telja betra að leyfa spilavíti

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Það er kominn tími á nýjan hugsanahátt varðandi vanda spilafíkla. Þetta segir Arnar Gunnlaugsson, í viðtali við Reykjavík síðdegis í dag. Hann og Bjarki bróðir hans hafa áhuga á að opna spilavíti hér á landi.

„Lausnin er ekki að banna þetta. Það er mesta bullið sem við getum gert - þá fer þetta ennþá meira underground og þá næst ekki neitt til eþssara spilafíkna," segir Arnar Gunnlaugsson sem vill opna spilavíti hér á landi. „Það sem ég vil er faglegri umræða en verið hefur. Hún hefur verið á mjög lágu plani hvað varðar spilavanda og annað," segir Arnar.

Hann segir að það sé tímabært að Íslendingar leiti sömu lausna og aðrar þjóðir hafi gert. „Það er að hafa þetta uppi á borðinu og þá líka að banna þann viðbjóð að hafa þetta í sjoppum þar sem aðgengi barna og unglinga er mjög auðvelt," segir Arnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×