Innlent

Kaupþingsstjórar fyrir rétt á morgun

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Búast má við því að Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings, Ólafur Ólafsson, einn stærsti eigandi hins fallna banka, og Magnús Guðmundsson, forstjóri Kaupþings í Lúxemborg, muni allir mæta í Héraðsdóm Reykjavíkur á morgun. Þá verður fyrirtaka í máli sérstaks saksóknara gegn þeim í svokölluðu al-Thani máli.

Þremenningarnir eru ákærðir fyrir markaðsmisnotkun og umboðssvik auk Sigurðar Einarssonar sem var stjórnarformaður bankans. Enginn þeirra var viðstaddur þegar þingfesting í málinu fór fram. Pétur Guðgeirsson gerði athugasemd við það og nefndi meðal annars þann möguleika við Björn Þorvaldsson saksóknara að hann færi fram á handtökuskipun. Það gerði Björn hins vegar ekki.

Nokkrum dögum eftir þingfestinguna mæti Sigurður Einarsson fyrir dóminn og lýsti sig saklausan af öllum ákæruliðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×