Innlent

Mottumars lýkur síðdegis

Hin árlega Tom Selleck-keppni fór fram á skemmtistaðnum Boston í gær. Allur ágóði af keppninni rennur til Krabbameinsfélagsins.
Hin árlega Tom Selleck-keppni fór fram á skemmtistaðnum Boston í gær. Allur ágóði af keppninni rennur til Krabbameinsfélagsins. mynd/stefán Karlsson
Mottumars, árvekni- og fjáröflunarátak Krabbameinsfélags Íslands lýkur klukkan korter í sex í dag. Búið er að safna rúmum tuttugu og sex milljónum króna á vefsíðunni, mottumars.is en að sögn Ragnheiðar Haraldsdóttur, forstjóra Krabbameinsfélagsins, á sú upphæð eftir að hækka þegar ágóði af sölu á varningi tengdum átakinu bætist við.

„Það verður bara spurning fram á síðustu stundu hver fer með sigur af hólmi," segir Ragnhildur. „Ég er mjög undrandi á því hvað þetta er búið að ganga vel hjá okkur miðað við ástandið í samfélaginu. Við söfnuðum 29 milljónum á netinu í fyrra þannig við erum á góðu róli."

Klukkan hálf sex í dag verða veitt verðlaun fyrir efstu þrjú sætin í einstaklingskeppninni og í liðakeppninni auk þess sem veitt verða verðlaun fyrir fegurstu mottuna.

Verðlaunaafhendingin fer fram í Þjóðleikhúskjallaranum en hljómsveitin Baggalútur treður upp og þá ætlar grínistinn Þorsteinn Guðmundsson að fara með gamanmál.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×