Innlent

Tvö og hálft ár fyrir frelsissviptingu

Hæstiréttur Íslands staðfesti dóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir Kristmundi Sigurðssyni sem var dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur á síðasta ári fyrir fjölmörg brot, meðal annars frelsissviptingu.

Þannig svipti hann mann á sextugsaldri frelsi sínu, ásamt tveimur öðrum karlmönnum. Sá sem þeir sviptu frelsið er látinn í dag og þarf Kristmundur að greiða dánarbúi hans miskabætur upp á 450 þúsund krónur.

Mennirnir neyddu fórnarlambið til þess að millifæra rúmlega hundrað þúsund krónur af eigin reikning yfir á reikning eins af mönnunum. Árásin átti sér stað í desember árið 2009 og var hún hrottafengin. Meðal annars tóku mennirnir fórnarlambið hálstaki og tróðu tusku upp í munninn á honum.

Þá var Kristmundur einnig dæmdur fyrir umferðalaga- og fíkniefnabrot.

Kristmundur, eða Mundi eins og hann er kallaður, er rúmlega fimmtugur að aldri. Sakaferill hans nær allt aftur til ársins 1976. Árið 1978 var Mundi dæmdur í tólf ára fangelsi fyrir manndráp.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×