Ríkir Rússar skoða jarðir á Suðurlandi Erla Hlynsdóttir skrifar 11. mars 2012 13:30 Myndin tengist ekki fréttinni beint. Íbúum Reykholts í Biskupstungum brá heldur betur í brún í vikunni þegar þar lenti þyrla á planinu við Bjarnarbúð. Ekki varð undrunin minni þegar í ljós kom á þarna voru á ferð rússneskir í auðmenn í leit að landi til að kaupa. Sunnlenska fréttablaðið greinir frá málinu á forsíðu í nýjasta tölublaði sínu. Þar segir að í þyrlunni hafi verið fjórir rússneskir auðmenn sem hafi verið á ferð um Ísland í leit að hentugu landsvæði til að festa kaup á. Þeir stoppuðu aðeins í nokkrar mínútur í Reykholti en héldu því næst í Rangárvallasýslu. Daginn eftir lá leið rússanna til Alaska, í sömu erindagjörðum. Framkvæmdastjóri hjá íslensku ferðaskrifstofunni Luxury Adventures staðfestir í samtali við Sunnlenska að þau hafi skipulagt ferðina. Þess utan vildi hann engar upplýsingar gefa um ferðalangana. Það sama var uppi á teningnum þegar fréttastofa hafði samband í morgun. Engar upplýsingar fengust um rússnesku auðjöfrana. Ferðin um Ísland var engu að síður hin glæsilegasta. Bílar biðu á öllum áfangastöðum rússanna ef veður skyldi hindra útsýnisflug, eins og reyndar gerðist þegar þeir ætluðu að skoða Gullfoss. Annar bíll beið þeirra síðan við Rangá, og sá þriðji í Reykjavík. Ekki er vitað hvort Rússarnir höfðu augastað á ákveðnu landi. Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Fleiri fréttir Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Sjá meira
Íbúum Reykholts í Biskupstungum brá heldur betur í brún í vikunni þegar þar lenti þyrla á planinu við Bjarnarbúð. Ekki varð undrunin minni þegar í ljós kom á þarna voru á ferð rússneskir í auðmenn í leit að landi til að kaupa. Sunnlenska fréttablaðið greinir frá málinu á forsíðu í nýjasta tölublaði sínu. Þar segir að í þyrlunni hafi verið fjórir rússneskir auðmenn sem hafi verið á ferð um Ísland í leit að hentugu landsvæði til að festa kaup á. Þeir stoppuðu aðeins í nokkrar mínútur í Reykholti en héldu því næst í Rangárvallasýslu. Daginn eftir lá leið rússanna til Alaska, í sömu erindagjörðum. Framkvæmdastjóri hjá íslensku ferðaskrifstofunni Luxury Adventures staðfestir í samtali við Sunnlenska að þau hafi skipulagt ferðina. Þess utan vildi hann engar upplýsingar gefa um ferðalangana. Það sama var uppi á teningnum þegar fréttastofa hafði samband í morgun. Engar upplýsingar fengust um rússnesku auðjöfrana. Ferðin um Ísland var engu að síður hin glæsilegasta. Bílar biðu á öllum áfangastöðum rússanna ef veður skyldi hindra útsýnisflug, eins og reyndar gerðist þegar þeir ætluðu að skoða Gullfoss. Annar bíll beið þeirra síðan við Rangá, og sá þriðji í Reykjavík. Ekki er vitað hvort Rússarnir höfðu augastað á ákveðnu landi.
Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Fleiri fréttir Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Sjá meira