Innlent

Þak fauk af frystihúsi

Björgunarsveitarmenn huga að þaki húss í óveðri. Athugið að myndin tengist ekki fréttinni beint.
Björgunarsveitarmenn huga að þaki húss í óveðri. Athugið að myndin tengist ekki fréttinni beint.
Björgunarsveitir voru kallaðar út núna eftir hádegi vegna þess að þak fauk af frystihúsi á Borgarfirði eystra. Það er fyrsta og eina útkallið sem björgunarsveitir á landinu hafa þurft að sinna síðan óveðrið skall á.

Jónas Guðmundsson hjá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg er sáttur við nóttina og segir það alltaf gott ef björgunarsveitarmenn þurfa ekki að sinna útköllum. Það þýðir að landsmenn hafi tekið mark á spám og viðvörunum vegna stormsins. Enn er hvasst á Norður- og Austurlandi en veður hefur gengið að miklu leytinu til niður á höfuðborgarsvæðinu.

Vindar voru mjög sterkir í storminum, þannig var víða 25 metrar á sekúndu norðvestantil á landinu og á miðhálendinu. Vindhviður við fjöll fóru yfir 40 metra á sekúndu, einkum um landið norðan- og austanvert.

Búist er við að veðrið á Norður- og Austurlandi gangi niður síðdegis eða í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×