Dýrt að fara á Bessastaði: Framboðið kostaði 90 milljónir Erla Hlynsdóttir skrifar 11. mars 2012 18:30 Kosningabarátta Ólafs Ragnars Grímssonar árið 1996 kostaði rúmar 90 milljónir króna á núvirði. Ólafur Ragnar og stuðningsmenn hans stóðu eftir stórskuldugir að kosningum loknum. Framboð Ólafs Ragnars var það dýrasta árið 1996, þegar hann var fyrst kjörinn forseti. Kosningabarátta Ólafs kostaði 42 milljónir. Ástþór Magnússon eyddi 40 milljónum í sína baráttu. Framboð Péturs Kr. Hafstein kostaði 35 milljónir og Guðrún Agnarsdóttir fór með 17 milljónir í framboðið. Ólafur Ragnar fékk í kosningunum tæp 42 prósent atkvæða, en Ástþór sker sig nokkuð úr þegar kemur að fylgni milli kostnaðar og atkvæða. Fréttablaðið Dagur reiknaði þannig út að frambjóðendur hefðu að meðaltali greitt 817 krónur fyrir hvert atkvæði, og að á bak við hvert prósentustig atkvæða hjá Ólafi Ragnari, var ein milljón króna. Þegar kostnaður við framboðin 1996 er uppreiknaður á núvirði, miðað við neysluvísitölu, kostaði framboð Ólafs Ragnars tæpar 93 milljónir. Framboð Ástþórs tæpar 89 milljónir, Péturs 80 milljónir og Guðrúnar 38. Það var því kannski varlega áætlað þegar fréttastofa lét gera kostnaðarmat á forsetaframboði nú en niðurstaðan þá voru tæpar þrjátíu milljónir. Sú upphæð er engu að síður meira í takt við nútímann, enda nú í gildi lög sem takmarka hámarksupphæð sem fer í hvert framboð. Ef við reiknum út kostnað þeirra tveggja sem eyddu mestu og minnstu í baráttuna 1996 - og berum saman við atkvæðafjölda - kemur í ljós að hvert atkvæði kostaði Ólaf Ragnar 1357 krónur, á núvirði, en á bak við hvert atkvæði Guðrúnar lágu 862 krónur. Að kosningunum loknum stóðu eftir skuldir hjá Ólafi Ragnari og stuðningsmönnum hans upp á 28 milljónir, eða um 62 milljónir á núvirði. Landsbanki Íslands lánaði framboðinu peninga með veði í eignum Ólafs Ragnars. Framboðið var meðal annars fjármagnað með sölu á happadrættismiðum og merkjum, auk framlaga frá einstaklingum og fyrirtækjum. Það er því ljóst að enginn kemst á Bessastaði með tóma buddu, og eðlilegt að fólk hugsi sig um tvisvar, og jafnvel þrisvar, áður en það ákveður að taka slaginn. Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Sjá meira
Kosningabarátta Ólafs Ragnars Grímssonar árið 1996 kostaði rúmar 90 milljónir króna á núvirði. Ólafur Ragnar og stuðningsmenn hans stóðu eftir stórskuldugir að kosningum loknum. Framboð Ólafs Ragnars var það dýrasta árið 1996, þegar hann var fyrst kjörinn forseti. Kosningabarátta Ólafs kostaði 42 milljónir. Ástþór Magnússon eyddi 40 milljónum í sína baráttu. Framboð Péturs Kr. Hafstein kostaði 35 milljónir og Guðrún Agnarsdóttir fór með 17 milljónir í framboðið. Ólafur Ragnar fékk í kosningunum tæp 42 prósent atkvæða, en Ástþór sker sig nokkuð úr þegar kemur að fylgni milli kostnaðar og atkvæða. Fréttablaðið Dagur reiknaði þannig út að frambjóðendur hefðu að meðaltali greitt 817 krónur fyrir hvert atkvæði, og að á bak við hvert prósentustig atkvæða hjá Ólafi Ragnari, var ein milljón króna. Þegar kostnaður við framboðin 1996 er uppreiknaður á núvirði, miðað við neysluvísitölu, kostaði framboð Ólafs Ragnars tæpar 93 milljónir. Framboð Ástþórs tæpar 89 milljónir, Péturs 80 milljónir og Guðrúnar 38. Það var því kannski varlega áætlað þegar fréttastofa lét gera kostnaðarmat á forsetaframboði nú en niðurstaðan þá voru tæpar þrjátíu milljónir. Sú upphæð er engu að síður meira í takt við nútímann, enda nú í gildi lög sem takmarka hámarksupphæð sem fer í hvert framboð. Ef við reiknum út kostnað þeirra tveggja sem eyddu mestu og minnstu í baráttuna 1996 - og berum saman við atkvæðafjölda - kemur í ljós að hvert atkvæði kostaði Ólaf Ragnar 1357 krónur, á núvirði, en á bak við hvert atkvæði Guðrúnar lágu 862 krónur. Að kosningunum loknum stóðu eftir skuldir hjá Ólafi Ragnari og stuðningsmönnum hans upp á 28 milljónir, eða um 62 milljónir á núvirði. Landsbanki Íslands lánaði framboðinu peninga með veði í eignum Ólafs Ragnars. Framboðið var meðal annars fjármagnað með sölu á happadrættismiðum og merkjum, auk framlaga frá einstaklingum og fyrirtækjum. Það er því ljóst að enginn kemst á Bessastaði með tóma buddu, og eðlilegt að fólk hugsi sig um tvisvar, og jafnvel þrisvar, áður en það ákveður að taka slaginn.
Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Sjá meira