Hugbúnaðarfyrirtæki eiga erfitt með að manna stöður Hugrún Halldórsdóttir skrifar 11. mars 2012 20:30 Íslensk hugbúnaðarfyrirtæki eiga í erfiðleikum með að manna stöður þar sem mikill skortur er á tölvunarfræðingum. Þrátt fyrir þetta virðist aðsókn í nám tengd geiranum ekki vera að aukast. Framkvæmdastjóri Meniga sagði í fréttum okkar í gær að það væri strembið að finna hæft fólk til að starfa í hugbúnaðardeild fyrirtækisins þar sem samkeppni væri mikil um starfsmenn í hugbúnaðargeiranum. Fyrirtækið Advania á einnig í þessum sömu vandræðum og sagði talsmaður þess við fréttastofu í dag að fyrirtækið gæti í raun bætt við sig tíu tölvunarfræðingum á þessari stundu. Framkvæmdastjóri Datamarket tekur í svipaðan streng og segir engan hæfan hugbúnaðarmann vera án atvinnu á landinu. „Það sárvantar fólk í þennan geira," segir Hjálmar Gíslason, framkvæmdastjóri Datamarket. „Það er ekki aukning í aðsókn í tölvunarfræði og þessi kjarnafög sem koma að hugbúnaðargerð því miður því að eftirspurnin er bara að aukast," segir Hjálmar. Hjálmar óttast að margir kunni að halda að fögin séu einungis fyrir tölvusénía en segir að ef fólk er gott í raungreinum ætti það að láta slag standa ef áhuginn er fyrir hendi. Þessi aukna samkeppni um fólk, þetta hlýtur að hækka launin ekki satt? „Jú það gerir það," svarar Hjálmar og bætir við: „Þau hafa nú líklega hækkað hraðar heldur en í flestum öðrum geirum og ég hef fundið það í kringum mig að það er orðinn töluverður þrýstingur. En það er samt sem áður þannig í þessum geira að fólk er ekki bara að horfa á launin. Það er líka að horfa á hversu spennandi störfin og viðfangsefnin eru, er ég að búa til eitthvað flott eða eitthvað sem fólk kemur til með að nota. Fólk horfir eftir fleiru en bara launatölunni." Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Maðurinn fundinn Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira
Íslensk hugbúnaðarfyrirtæki eiga í erfiðleikum með að manna stöður þar sem mikill skortur er á tölvunarfræðingum. Þrátt fyrir þetta virðist aðsókn í nám tengd geiranum ekki vera að aukast. Framkvæmdastjóri Meniga sagði í fréttum okkar í gær að það væri strembið að finna hæft fólk til að starfa í hugbúnaðardeild fyrirtækisins þar sem samkeppni væri mikil um starfsmenn í hugbúnaðargeiranum. Fyrirtækið Advania á einnig í þessum sömu vandræðum og sagði talsmaður þess við fréttastofu í dag að fyrirtækið gæti í raun bætt við sig tíu tölvunarfræðingum á þessari stundu. Framkvæmdastjóri Datamarket tekur í svipaðan streng og segir engan hæfan hugbúnaðarmann vera án atvinnu á landinu. „Það sárvantar fólk í þennan geira," segir Hjálmar Gíslason, framkvæmdastjóri Datamarket. „Það er ekki aukning í aðsókn í tölvunarfræði og þessi kjarnafög sem koma að hugbúnaðargerð því miður því að eftirspurnin er bara að aukast," segir Hjálmar. Hjálmar óttast að margir kunni að halda að fögin séu einungis fyrir tölvusénía en segir að ef fólk er gott í raungreinum ætti það að láta slag standa ef áhuginn er fyrir hendi. Þessi aukna samkeppni um fólk, þetta hlýtur að hækka launin ekki satt? „Jú það gerir það," svarar Hjálmar og bætir við: „Þau hafa nú líklega hækkað hraðar heldur en í flestum öðrum geirum og ég hef fundið það í kringum mig að það er orðinn töluverður þrýstingur. En það er samt sem áður þannig í þessum geira að fólk er ekki bara að horfa á launin. Það er líka að horfa á hversu spennandi störfin og viðfangsefnin eru, er ég að búa til eitthvað flott eða eitthvað sem fólk kemur til með að nota. Fólk horfir eftir fleiru en bara launatölunni."
Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Maðurinn fundinn Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira