Innlent

Eldur logaði í strætisvagni

Mynd/Steinar Aronsson
Eldur kom upp í strætisvagni rétt eftir klukkan níu í morgun. Vagninn var á gatnamótum Bílsdshöfða og Breiðhöfða þegar fór að loga í afturhluta bílsins. Slökkviliðið er mætt á staðinn og að sögn vaktstjóra tókst að koma öllum farþegum út úr bílnum. Engum varð meint af. Óljóst er um upptök eldsins. Vagninn er díselknúinn að sögn slökkviliðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×