Söngvakeppni í skugga mannréttindabrota 12. mars 2012 15:05 Tónleikahöllin þar sem söngvakeppnin fer fram í Bakú. Nokkrum mánuðum áður en Aserbaídsjan vann Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva síðastliðið vor flúðu hundruð friðsæmra mótmælenda undan ofbeldi lögreglu í miðborg Bakú, höfuðborg landsins. Í tilkynningu frá Amnesty International segir að 125 milljónir manna fylgist með söngvakeppninni sem fer fram í Bakú í maí næstkomandi en samtökin segja að keppnin fari fram í skugga mannréttindabrota þar sem friðsamir mótmælendur séu handteknir og beittir ofbeldi og blaðamönnum sé hótað og rænt. Amnesty krefst þess að allir samviskufangar í Aserbaídsjan verði tafarlaust leystir úr haldi. Tilkynningu Amnesty International má lesa í heild sinni hér fyrir neðan:Í maí síðastliðinn tryggði Aserbaídsjan sér rétt til að halda Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í höfuðborginni Bakú með sigurlagi sínu, „Running Scared". Staðreyndin er sú að aðeins nokkrum mánuðum fyrr upplifðu hundruð friðsamra mótmælenda í miðborg Bakú þann ótta sem titill lagsins lýsir, þegar þeir komu saman til að krefjast lýðræðisumbóta og virðingar við mannréttindi. Þeir hlupu í ofboði undan ofbeldi lögreglu, sem reyndi og tókst í sumum tilvikum, að þagga niður í mótmælendum.Talið er að 125 milljónir manna fylgist með Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva þegar keppnin fer fram í Bakú í maí næstkomandi. Keppni sem fram fer í skugga mannréttindabrota. Að sögn Amnesty International verður að gera stjórnvöldum í Aserbaídsjan ljóst að þau breiða ekki yfir umfang mannréttindabrota í landinu með því að halda litríkan viðburð eins og Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Á meðan fjöldi þátttakanda frá Evrópu þenur raddir sínar á glitrandi sviði í Bakú, þagga stjórnvöld niður í öllum gagnrýnisröddum heima fyrir.Friðsamir mótmælendur, ungt baráttufólk og stjórnarandstæðingar, eru handteknir og beittir ofbeldi, blaðamönnum er hótað og þeim rænt, örðugt er að reka óháða fréttamiðla og sjálfsritskoðun er mikil, auk þess sem stjórnvöld leita nú leiða til að hafa eftirlit með og stýra netnotkun og þrengja þannig að tjáningarfrelsi á netinu. Kúgun stjórnvalda er ætlað að senda út þau skilaboð að mótmæli almennings verði ekki liðin, né heldur nokkur tilraun til að sameina almenning í andstöðu við núverandi stjórnvöld.Þriðjudaginn 6. mars fóru fram friðsöm mótmæli í Baku, þar sem því var mótmælt að tveir menn sem sæta fangavist og Amnesty International telur samviskufanga, voru beittir miklu harðræði af hendi fangavarða. Fjórtán mótmælendur, ásamt blaðamanni voru handteknir þegar lögregla leysti upp mótmælin af miklu ofstæki og tveir ungir mótmælendur, Jabbar Savalan og Dayanat Babayev, voru beittir ofbeldi af lögreglu á staðnum. Sjónarvottar skýrðu Amnesty International einnig frá því að Majid Marjanli og Abulfaz Gurbanly, sem þátt tóku í mótmælunum, voru beittir ofbeldi þegar þeir voru færðir í varðhald á lögreglustöð í Yasamal.Jabbar Savalan (20 ára), ásamt nokkrum öðrum sem þátt tóku í friðsömum mótmælum á þriðjudag, hafa áður sætt fangelsisvist fyrir það eitt að nýta tjáningarfrelsi sitt. Þeir tóku þátt í friðsömum mótmælum gegn mannréttindabrotum stjórnvalda vorið 2011 en stjórnarandstæðingar og baráttufólk tóku mið af fjöldamótmælunum í Mið-Austurlöndum og Norður-Afríku og notuðu miðla á netinu til að skipuleggja sig og miðla upplýsingum. Yfirvöld í Aserbaídsjan svöruðu með því að banna mótmæli og áreita og handtaka bloggara og baráttufólk. Í kjölfar mótmælanna voru 14 baráttumenn og stjórnarandstæðingar dæmdir í allt að þriggja ára fangelsi fyrir að „skipuleggja og taka þátt í brotum gegn almannareglu". Amnesty International telur að engar sannanir séu fyrir því að þessir einstaklingar hafi gert annað en að nýta sér tjáningar- og fundafrelsi sitt þegar þeir skipulögðu friðsamleg mótmæli í miðborg Bakú. Amnesty International lýsti þá samviskufanga í skýrslu sem samtökin gáfu út um ástandið í Aserbaídsjan í nóvember 2011. Skýrslan ber heitið, Vorið sem aldrei varð: árásir gegn frelsi í Aserbaídsjan https://www.amnesty.org/en/library/asset/EUR55/011/2011/en/831dedec-1c7a-47a3-99ec-f59d1c2f3a19/eur550112011en.pdfStjórnvöld halda áfram að nota dómskerfið til að þagga niður í gagnrýni fjölmiðla, og erlendir fjölmiðlar hafa ekki verið leyfðir í landinu frá 2009.Landið er ríkt af olíu, en á þeim 20 árum sem landið hefur notið sjálfstæðis, hefur efnahagslegur vöxtur og stöðugleiki ekki leitt til aukinna grundvallarréttinda borgaranna. Alþjóðasamfélagið hefur lítið gert til að sporna við þróun í átt að auknu einræði í landinu. Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Sjá meira
Nokkrum mánuðum áður en Aserbaídsjan vann Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva síðastliðið vor flúðu hundruð friðsæmra mótmælenda undan ofbeldi lögreglu í miðborg Bakú, höfuðborg landsins. Í tilkynningu frá Amnesty International segir að 125 milljónir manna fylgist með söngvakeppninni sem fer fram í Bakú í maí næstkomandi en samtökin segja að keppnin fari fram í skugga mannréttindabrota þar sem friðsamir mótmælendur séu handteknir og beittir ofbeldi og blaðamönnum sé hótað og rænt. Amnesty krefst þess að allir samviskufangar í Aserbaídsjan verði tafarlaust leystir úr haldi. Tilkynningu Amnesty International má lesa í heild sinni hér fyrir neðan:Í maí síðastliðinn tryggði Aserbaídsjan sér rétt til að halda Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í höfuðborginni Bakú með sigurlagi sínu, „Running Scared". Staðreyndin er sú að aðeins nokkrum mánuðum fyrr upplifðu hundruð friðsamra mótmælenda í miðborg Bakú þann ótta sem titill lagsins lýsir, þegar þeir komu saman til að krefjast lýðræðisumbóta og virðingar við mannréttindi. Þeir hlupu í ofboði undan ofbeldi lögreglu, sem reyndi og tókst í sumum tilvikum, að þagga niður í mótmælendum.Talið er að 125 milljónir manna fylgist með Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva þegar keppnin fer fram í Bakú í maí næstkomandi. Keppni sem fram fer í skugga mannréttindabrota. Að sögn Amnesty International verður að gera stjórnvöldum í Aserbaídsjan ljóst að þau breiða ekki yfir umfang mannréttindabrota í landinu með því að halda litríkan viðburð eins og Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Á meðan fjöldi þátttakanda frá Evrópu þenur raddir sínar á glitrandi sviði í Bakú, þagga stjórnvöld niður í öllum gagnrýnisröddum heima fyrir.Friðsamir mótmælendur, ungt baráttufólk og stjórnarandstæðingar, eru handteknir og beittir ofbeldi, blaðamönnum er hótað og þeim rænt, örðugt er að reka óháða fréttamiðla og sjálfsritskoðun er mikil, auk þess sem stjórnvöld leita nú leiða til að hafa eftirlit með og stýra netnotkun og þrengja þannig að tjáningarfrelsi á netinu. Kúgun stjórnvalda er ætlað að senda út þau skilaboð að mótmæli almennings verði ekki liðin, né heldur nokkur tilraun til að sameina almenning í andstöðu við núverandi stjórnvöld.Þriðjudaginn 6. mars fóru fram friðsöm mótmæli í Baku, þar sem því var mótmælt að tveir menn sem sæta fangavist og Amnesty International telur samviskufanga, voru beittir miklu harðræði af hendi fangavarða. Fjórtán mótmælendur, ásamt blaðamanni voru handteknir þegar lögregla leysti upp mótmælin af miklu ofstæki og tveir ungir mótmælendur, Jabbar Savalan og Dayanat Babayev, voru beittir ofbeldi af lögreglu á staðnum. Sjónarvottar skýrðu Amnesty International einnig frá því að Majid Marjanli og Abulfaz Gurbanly, sem þátt tóku í mótmælunum, voru beittir ofbeldi þegar þeir voru færðir í varðhald á lögreglustöð í Yasamal.Jabbar Savalan (20 ára), ásamt nokkrum öðrum sem þátt tóku í friðsömum mótmælum á þriðjudag, hafa áður sætt fangelsisvist fyrir það eitt að nýta tjáningarfrelsi sitt. Þeir tóku þátt í friðsömum mótmælum gegn mannréttindabrotum stjórnvalda vorið 2011 en stjórnarandstæðingar og baráttufólk tóku mið af fjöldamótmælunum í Mið-Austurlöndum og Norður-Afríku og notuðu miðla á netinu til að skipuleggja sig og miðla upplýsingum. Yfirvöld í Aserbaídsjan svöruðu með því að banna mótmæli og áreita og handtaka bloggara og baráttufólk. Í kjölfar mótmælanna voru 14 baráttumenn og stjórnarandstæðingar dæmdir í allt að þriggja ára fangelsi fyrir að „skipuleggja og taka þátt í brotum gegn almannareglu". Amnesty International telur að engar sannanir séu fyrir því að þessir einstaklingar hafi gert annað en að nýta sér tjáningar- og fundafrelsi sitt þegar þeir skipulögðu friðsamleg mótmæli í miðborg Bakú. Amnesty International lýsti þá samviskufanga í skýrslu sem samtökin gáfu út um ástandið í Aserbaídsjan í nóvember 2011. Skýrslan ber heitið, Vorið sem aldrei varð: árásir gegn frelsi í Aserbaídsjan https://www.amnesty.org/en/library/asset/EUR55/011/2011/en/831dedec-1c7a-47a3-99ec-f59d1c2f3a19/eur550112011en.pdfStjórnvöld halda áfram að nota dómskerfið til að þagga niður í gagnrýni fjölmiðla, og erlendir fjölmiðlar hafa ekki verið leyfðir í landinu frá 2009.Landið er ríkt af olíu, en á þeim 20 árum sem landið hefur notið sjálfstæðis, hefur efnahagslegur vöxtur og stöðugleiki ekki leitt til aukinna grundvallarréttinda borgaranna. Alþjóðasamfélagið hefur lítið gert til að sporna við þróun í átt að auknu einræði í landinu.
Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Sjá meira