Ætla sér stóra hluti í gítarkennslu á netinu 12. mars 2012 22:00 Kennd eru gripin í hverju lagi og farið í gegnum laglínuna og ásláttinn. Vinsælasti sönglaga- og textavefur á Íslandi, GuitarParty.com (áður Gítargrip.is) kynnti fyrir skemmstu nýja viðbót fyrir notendur sína, gítarkennslumyndbönd þar sem notendur vefsins fá tilsögn í gítarleik. „Íslenskt gítaráhugafólk hefur lengi notað netið til þess að læra að spila vinsæla tónlist en gæði þeirra myndbanda sem fáanleg hafa verið á netinu hingað til hafa verið misjöfn. Nú getum við boðið íslenskum tónlistaráhugamönnum upp á gæðakennsluefni, á íslensku, sem byggir á margra ára reynslu í gítarkennslu,“ segir Þorgils Björgvinsson gítarkennari. Í þessum fyrsta fasa hafa verið framleidd 15 myndbönd sem taka fyrir erlend og innlend lög. Kennd eru gripin í hverju lagi og farið í gegnum laglínuna og ásláttinn. „Við höfum stór markmið fyrir gítarkennsluna og stefnum að því að framleiða í það minnsta 300 kennslumyndbönd á þessu ári fyrir notendur okkar fyrr lok þess árs. Einnig eigum við í viðræðum við erlenda aðila um sambærilega þróun fyrir Evrópu- og Bandaríkjamarkað, segir Kjartan Sverrisson, framkvæmdastjóri rekstrarfélags GuitarParty.com. Kennsluumhverfið er á tilraunastigi, en notendum býðst að að taka það strax til notkunar og hafa áhrif á framtíðarþróun og lagaval sem notað verður í kennslunni. Vefurinn hefur vaxið mikið að undanförnu. Hann varð upphaflega til sem áhugamál á meðal vina og er í dag með á fjórða tug þúsund notenda. Frá byrjun hafa aðstandendur hans unnið náið með STEF að því að gera notkun sönglagatexta á netinu löglega og hefur greitt STEF gjöld frá fyrsta degi. „Við lítum björtum augum til framtíðar og erum gríðarlega spenntir fyrir þeim nýjungum sem við erum að þróa með dyggum stuðningi Tækniþróunarsjóðs,“ segir Kjartan en fyrirtækinu hlotnaðist verkefnastyrkur í desember sem gerði það kleift að þróa gítarkennsluna. Tónlist Mest lesið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr Menning Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Lífið Áttu sturlaða stund á Times Square Lífið Glamúr og glæsileiki í fimmtugsafmæli Kristínar Ólafs Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið The Wire og Sopranos-leikari látinn Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Vinsælasti sönglaga- og textavefur á Íslandi, GuitarParty.com (áður Gítargrip.is) kynnti fyrir skemmstu nýja viðbót fyrir notendur sína, gítarkennslumyndbönd þar sem notendur vefsins fá tilsögn í gítarleik. „Íslenskt gítaráhugafólk hefur lengi notað netið til þess að læra að spila vinsæla tónlist en gæði þeirra myndbanda sem fáanleg hafa verið á netinu hingað til hafa verið misjöfn. Nú getum við boðið íslenskum tónlistaráhugamönnum upp á gæðakennsluefni, á íslensku, sem byggir á margra ára reynslu í gítarkennslu,“ segir Þorgils Björgvinsson gítarkennari. Í þessum fyrsta fasa hafa verið framleidd 15 myndbönd sem taka fyrir erlend og innlend lög. Kennd eru gripin í hverju lagi og farið í gegnum laglínuna og ásláttinn. „Við höfum stór markmið fyrir gítarkennsluna og stefnum að því að framleiða í það minnsta 300 kennslumyndbönd á þessu ári fyrir notendur okkar fyrr lok þess árs. Einnig eigum við í viðræðum við erlenda aðila um sambærilega þróun fyrir Evrópu- og Bandaríkjamarkað, segir Kjartan Sverrisson, framkvæmdastjóri rekstrarfélags GuitarParty.com. Kennsluumhverfið er á tilraunastigi, en notendum býðst að að taka það strax til notkunar og hafa áhrif á framtíðarþróun og lagaval sem notað verður í kennslunni. Vefurinn hefur vaxið mikið að undanförnu. Hann varð upphaflega til sem áhugamál á meðal vina og er í dag með á fjórða tug þúsund notenda. Frá byrjun hafa aðstandendur hans unnið náið með STEF að því að gera notkun sönglagatexta á netinu löglega og hefur greitt STEF gjöld frá fyrsta degi. „Við lítum björtum augum til framtíðar og erum gríðarlega spenntir fyrir þeim nýjungum sem við erum að þróa með dyggum stuðningi Tækniþróunarsjóðs,“ segir Kjartan en fyrirtækinu hlotnaðist verkefnastyrkur í desember sem gerði það kleift að þróa gítarkennsluna.
Tónlist Mest lesið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr Menning Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Lífið Áttu sturlaða stund á Times Square Lífið Glamúr og glæsileiki í fimmtugsafmæli Kristínar Ólafs Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið The Wire og Sopranos-leikari látinn Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira