Innlent

Sérstakur yfirheyrði menn í London í síðustu viku

Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari.
Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari.
Um tíu menn voru yfirheyrðir í London í síðustu viku í tengslum við rannsókn sérstaks saksóknara á Kaupþingi. Ólafur Þór Hauksson sérstakur saksóknari staðfestir í samtali við fréttastofu að yfirheyrslurnar hafi farið fram en vill að öðru leyti ekki tjá sig um málið.

Hann vill ekkert um það segja hvort mennirnir sem um ræðir séu fyrrverandi starfsmenn Kaupþings eða ekki. Yfirheyrslurnar hafi hinsvegar gengið vel. Í samtali við RÚV segir Ólafur að góður skriður sé á rannsókn embættisins á Kaupþingi. Hann segist eiga von á því að embættinu takist að klára „nokkuð af málum" á þessu ári, en segist ekki geta sagt til um hvaða mál sé um að ræða eða hvenær rannsóknum ljúki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×