Glufan í gjaldeyrishöftunum var eins og peningavél fyrir fjárfesta 13. mars 2012 18:30 Fjárfestar gátu notað glufu í lögum um gjaldeyrishöft til að græða mörg hundruð milljónir með því einu að færa peninga til og frá landinu. Alþingi lokaði á þennan möguleika í nótt með lagabreytingu. Erlendir fjárfestar hafa alveg frá lögfestingu gjaldeyrishaftanna getað tekið út afborganir og vexti af jafngreiðslubréfum í erlendri mynt og þannig komið peningum sínum úr landi á einungis nokkrum árum. Það voru hins vegar fleiri sem gátu nýtt sér þessi bréf oft til að skapa mikinn hagnað á stuttum tíma. Tökum dæmi, maður sem á tíu milljónir króna, gat tekið lán fyrir níutíu milljónir og þar með keypt skuldabréf fyrir hundrað milljónir, bréfin eru síðan sett að veði gegn láninu. Á gjalddaga bréfsins fengi maðurinn vexti og afborganir uppá tíu milljónir króna og skiptir þeim í evrur á genginu 160. Hann selur síðan bréfin og greiðir upp lánið. Þegar seðlabankinn heldur uppboð á gjaldeyri getur maðurinn selt evrurnar sínar aftur til seðlabankans á gengi í kringum 240 krónur. Þar meður stendur maðurinn uppi með fimmtán milljónir króna eða helmingi meira en hann átti í upphafi. Þetta er dæmi um einfalda mynd af því hvernig hægt var að nýta höftin sem eins konar peningavél. Það er hins vegar ekki sjálfsagt að maðurinn fái svo hátt lán og hann þarf einnig að uppfylla skilyrði til að fá greiddar afborganir í evrum og til að geta selt evrur til seðlabankans. Alþingi hefur nú stöðvað að hægt sé að taka út afborganir í erlendri mynt en efnahags og viðskiptaráðherra segir tímasetninguna ekki vera tilviljun. „Það var að safnast upp ákveðin áhyggju tilefni sérstaklega í stórauknum kaupum krónueigenda á skuldabréfum og fleira sem gerði það að verkum að þessi tími var valinn," sagði Steingrímur J. Sigfússon, efnahags- og viðskiptaráðherra. Aðstoðarseðlabankastjóri segir engin takmörk fyrir því hversu mikið þessi vandi hefði getað vaxið. „En það gæti orðið það stór vandi að höftin myndu ekki bíta og það myndi grafa undan áætlun um losun hafta að því leyti að þeir sem ella væru líklegir að taka þátt í útboðum bankans myndu kjósa þessa leið frekar þar sem hún er ábótasamari," sagði Arnór Sighvatsson, aðstoðarseðlabankastjóri. „Þetta er auðvitað búið að eiga sér nokkurn aðdraganda og vera í undibúningi um skeið og reyndar víðtækari breytingar sem eru í farvatninu að rýmka ýmsar reglur í þágu almennings en það var valinn þessi tímapunktur fyrir þessi tímapunktur fyrir þessi tilteknuatriði sem farið var í í gær." Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Fjárfestar gátu notað glufu í lögum um gjaldeyrishöft til að græða mörg hundruð milljónir með því einu að færa peninga til og frá landinu. Alþingi lokaði á þennan möguleika í nótt með lagabreytingu. Erlendir fjárfestar hafa alveg frá lögfestingu gjaldeyrishaftanna getað tekið út afborganir og vexti af jafngreiðslubréfum í erlendri mynt og þannig komið peningum sínum úr landi á einungis nokkrum árum. Það voru hins vegar fleiri sem gátu nýtt sér þessi bréf oft til að skapa mikinn hagnað á stuttum tíma. Tökum dæmi, maður sem á tíu milljónir króna, gat tekið lán fyrir níutíu milljónir og þar með keypt skuldabréf fyrir hundrað milljónir, bréfin eru síðan sett að veði gegn láninu. Á gjalddaga bréfsins fengi maðurinn vexti og afborganir uppá tíu milljónir króna og skiptir þeim í evrur á genginu 160. Hann selur síðan bréfin og greiðir upp lánið. Þegar seðlabankinn heldur uppboð á gjaldeyri getur maðurinn selt evrurnar sínar aftur til seðlabankans á gengi í kringum 240 krónur. Þar meður stendur maðurinn uppi með fimmtán milljónir króna eða helmingi meira en hann átti í upphafi. Þetta er dæmi um einfalda mynd af því hvernig hægt var að nýta höftin sem eins konar peningavél. Það er hins vegar ekki sjálfsagt að maðurinn fái svo hátt lán og hann þarf einnig að uppfylla skilyrði til að fá greiddar afborganir í evrum og til að geta selt evrur til seðlabankans. Alþingi hefur nú stöðvað að hægt sé að taka út afborganir í erlendri mynt en efnahags og viðskiptaráðherra segir tímasetninguna ekki vera tilviljun. „Það var að safnast upp ákveðin áhyggju tilefni sérstaklega í stórauknum kaupum krónueigenda á skuldabréfum og fleira sem gerði það að verkum að þessi tími var valinn," sagði Steingrímur J. Sigfússon, efnahags- og viðskiptaráðherra. Aðstoðarseðlabankastjóri segir engin takmörk fyrir því hversu mikið þessi vandi hefði getað vaxið. „En það gæti orðið það stór vandi að höftin myndu ekki bíta og það myndi grafa undan áætlun um losun hafta að því leyti að þeir sem ella væru líklegir að taka þátt í útboðum bankans myndu kjósa þessa leið frekar þar sem hún er ábótasamari," sagði Arnór Sighvatsson, aðstoðarseðlabankastjóri. „Þetta er auðvitað búið að eiga sér nokkurn aðdraganda og vera í undibúningi um skeið og reyndar víðtækari breytingar sem eru í farvatninu að rýmka ýmsar reglur í þágu almennings en það var valinn þessi tímapunktur fyrir þessi tímapunktur fyrir þessi tilteknuatriði sem farið var í í gær."
Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira