Pressustríðið heldur áfram: Kannast ekki við kröfu um afsökunarbeiðni 15. mars 2012 14:44 Pressustríðið virðist ætla að halda áfram. Steingrímur Sævarr kannast ekki við kröfu um afsökunarbeiðni. Steingrímur Sævarr Ólafsson segist ekki kannast við að nokkur hafi haft samband við Pressuna vegna fréttar um ritstjóra DV en Reynir Traustason sagði í viðtali við Vísi að lögmaður hans hefði farið fram á afsökunarbeiðni vegna málsins. Um er að ræða fyrirsögn sem birtist á Pressunni þar sem segir meðal annars að ritstjórarnir séu flæktir inn í meint kynferðisbrotamál. Fyrirsögnin sem um ræðir er eftirfarandi: „Ritstjórar DV flæktir í meint kynferðisbrotamál" - Viðeigandi og réttlátt? Hæstaréttarlögmaður spyr". Tilefni fréttarinnar er grein sem lögmaðurin Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar í Fréttablaðið og á Vísir í dag. Fyrirsögnin, það er að segja fyrri hluti hennar, er tilvitnun í grein Vilhjálms þar sem hann gagnrýnir DV fyrir að skapa óeðlileg hughrif með forsíðum sínum. Þannig skrifar Vilhjálmur: „Í þessu sambandi má velta því upp hvort ritstjórum DV þætti eftirfarandi fyrirsögn ásamt myndbirtingu á forsíðu víðlesins dagblaðs viðeigandi og réttlát ef þannig háttaði til að ritstjórarnir væru vitni í sakamáli. Yfirheyrðir. Ritstjórar DV flæktir í meint kynferðisbrotamál." Steingrímur segir í svari við fyrirspurn Vísis um það hvort miðillinn sjái ástæðu til þess að biðjast afsökunar: „Hingað hefur enginn haft samband til að kvarta yfir né biðjast afsökunar á einu eða neinu. Að öðru leyti vitna ég í orð Sveins Andra Sveinssonar, lögmanns, á Facebook um málið: „Á dauða mínum átti ég von en að ritstjórar DV færu að kvarta yfir villandi fyrirsögnum!" Fyrir áhugasama þá er hægt að nálgast grein Vilhjálms hér fyrir neðan. Tengdar fréttir Pressustríð: Ritstjórar DV segja fyrirsögn Pressunnar ærumeiðandi Ritstjórar DV hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna fréttar sem birtist á Pressunni og er sögð vera ærumeiðandi. Vísir greindi frá málinu fyrr í dag en Reynir Traustason, annar ritstjóri DV, hefur krafið fréttavefinn um afsökunarbeiðni út af frétt sem vefurinn gerir upp úr grein Vilhjálms H. Vilhjálmssonar, lögmanns, þar sem hann gagnrýnir DV harðlega, en greinin birtist hér á Vísi í morgun. Fyrirsögnin sem um ræðir er: 15. mars 2012 13:30 Fréttir DV Á undanförnum árum hefur málssóknum vegna ærumeiðinga og brota gegn friðhelgi einkalífs fjölgað umtalsvert á Íslandi. Ástæðan fyrir þessari aukningu er tvíþætt að mati höfundar. Annars vegar er fólk meðvitaðra um rétt sinn. Hins vegar óvönduð vinnubrögð blaðamanna og ritstjóra hjá tilteknum útgefendum. Tveir útgefendur eru í algjörum sérflokki hvað varðar fjölda málssókna. Það eru Birtíngur útgáfufélag og DV. Umfjöllunin hér á eftir er takmörkuð við þann síðarnefnda. 15. mars 2012 06:00 Pressustríð: Reynir vill afsökunarbeiðni "Lögmaður hefur haft samband við þá og búið er að fara fram á afsökunarbeiðni,“ segir Reynir Traustason, annar ritstjóri DV, en hann hefur krafið fréttavefinn Pressunni um afsökunarbeiðni út af frétt sem vefurinn gerir upp úr grein Vilhjálms H. Vilhjálmssonar, lögmanns, þar sem hann gagnrýnir DV harðlega en greinin birtist hér á Vísi. 15. mars 2012 11:44 Mest lesið Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
Steingrímur Sævarr Ólafsson segist ekki kannast við að nokkur hafi haft samband við Pressuna vegna fréttar um ritstjóra DV en Reynir Traustason sagði í viðtali við Vísi að lögmaður hans hefði farið fram á afsökunarbeiðni vegna málsins. Um er að ræða fyrirsögn sem birtist á Pressunni þar sem segir meðal annars að ritstjórarnir séu flæktir inn í meint kynferðisbrotamál. Fyrirsögnin sem um ræðir er eftirfarandi: „Ritstjórar DV flæktir í meint kynferðisbrotamál" - Viðeigandi og réttlátt? Hæstaréttarlögmaður spyr". Tilefni fréttarinnar er grein sem lögmaðurin Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar í Fréttablaðið og á Vísir í dag. Fyrirsögnin, það er að segja fyrri hluti hennar, er tilvitnun í grein Vilhjálms þar sem hann gagnrýnir DV fyrir að skapa óeðlileg hughrif með forsíðum sínum. Þannig skrifar Vilhjálmur: „Í þessu sambandi má velta því upp hvort ritstjórum DV þætti eftirfarandi fyrirsögn ásamt myndbirtingu á forsíðu víðlesins dagblaðs viðeigandi og réttlát ef þannig háttaði til að ritstjórarnir væru vitni í sakamáli. Yfirheyrðir. Ritstjórar DV flæktir í meint kynferðisbrotamál." Steingrímur segir í svari við fyrirspurn Vísis um það hvort miðillinn sjái ástæðu til þess að biðjast afsökunar: „Hingað hefur enginn haft samband til að kvarta yfir né biðjast afsökunar á einu eða neinu. Að öðru leyti vitna ég í orð Sveins Andra Sveinssonar, lögmanns, á Facebook um málið: „Á dauða mínum átti ég von en að ritstjórar DV færu að kvarta yfir villandi fyrirsögnum!" Fyrir áhugasama þá er hægt að nálgast grein Vilhjálms hér fyrir neðan.
Tengdar fréttir Pressustríð: Ritstjórar DV segja fyrirsögn Pressunnar ærumeiðandi Ritstjórar DV hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna fréttar sem birtist á Pressunni og er sögð vera ærumeiðandi. Vísir greindi frá málinu fyrr í dag en Reynir Traustason, annar ritstjóri DV, hefur krafið fréttavefinn um afsökunarbeiðni út af frétt sem vefurinn gerir upp úr grein Vilhjálms H. Vilhjálmssonar, lögmanns, þar sem hann gagnrýnir DV harðlega, en greinin birtist hér á Vísi í morgun. Fyrirsögnin sem um ræðir er: 15. mars 2012 13:30 Fréttir DV Á undanförnum árum hefur málssóknum vegna ærumeiðinga og brota gegn friðhelgi einkalífs fjölgað umtalsvert á Íslandi. Ástæðan fyrir þessari aukningu er tvíþætt að mati höfundar. Annars vegar er fólk meðvitaðra um rétt sinn. Hins vegar óvönduð vinnubrögð blaðamanna og ritstjóra hjá tilteknum útgefendum. Tveir útgefendur eru í algjörum sérflokki hvað varðar fjölda málssókna. Það eru Birtíngur útgáfufélag og DV. Umfjöllunin hér á eftir er takmörkuð við þann síðarnefnda. 15. mars 2012 06:00 Pressustríð: Reynir vill afsökunarbeiðni "Lögmaður hefur haft samband við þá og búið er að fara fram á afsökunarbeiðni,“ segir Reynir Traustason, annar ritstjóri DV, en hann hefur krafið fréttavefinn Pressunni um afsökunarbeiðni út af frétt sem vefurinn gerir upp úr grein Vilhjálms H. Vilhjálmssonar, lögmanns, þar sem hann gagnrýnir DV harðlega en greinin birtist hér á Vísi. 15. mars 2012 11:44 Mest lesið Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
Pressustríð: Ritstjórar DV segja fyrirsögn Pressunnar ærumeiðandi Ritstjórar DV hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna fréttar sem birtist á Pressunni og er sögð vera ærumeiðandi. Vísir greindi frá málinu fyrr í dag en Reynir Traustason, annar ritstjóri DV, hefur krafið fréttavefinn um afsökunarbeiðni út af frétt sem vefurinn gerir upp úr grein Vilhjálms H. Vilhjálmssonar, lögmanns, þar sem hann gagnrýnir DV harðlega, en greinin birtist hér á Vísi í morgun. Fyrirsögnin sem um ræðir er: 15. mars 2012 13:30
Fréttir DV Á undanförnum árum hefur málssóknum vegna ærumeiðinga og brota gegn friðhelgi einkalífs fjölgað umtalsvert á Íslandi. Ástæðan fyrir þessari aukningu er tvíþætt að mati höfundar. Annars vegar er fólk meðvitaðra um rétt sinn. Hins vegar óvönduð vinnubrögð blaðamanna og ritstjóra hjá tilteknum útgefendum. Tveir útgefendur eru í algjörum sérflokki hvað varðar fjölda málssókna. Það eru Birtíngur útgáfufélag og DV. Umfjöllunin hér á eftir er takmörkuð við þann síðarnefnda. 15. mars 2012 06:00
Pressustríð: Reynir vill afsökunarbeiðni "Lögmaður hefur haft samband við þá og búið er að fara fram á afsökunarbeiðni,“ segir Reynir Traustason, annar ritstjóri DV, en hann hefur krafið fréttavefinn Pressunni um afsökunarbeiðni út af frétt sem vefurinn gerir upp úr grein Vilhjálms H. Vilhjálmssonar, lögmanns, þar sem hann gagnrýnir DV harðlega en greinin birtist hér á Vísi. 15. mars 2012 11:44