Pressustríðið heldur áfram: Kannast ekki við kröfu um afsökunarbeiðni 15. mars 2012 14:44 Pressustríðið virðist ætla að halda áfram. Steingrímur Sævarr kannast ekki við kröfu um afsökunarbeiðni. Steingrímur Sævarr Ólafsson segist ekki kannast við að nokkur hafi haft samband við Pressuna vegna fréttar um ritstjóra DV en Reynir Traustason sagði í viðtali við Vísi að lögmaður hans hefði farið fram á afsökunarbeiðni vegna málsins. Um er að ræða fyrirsögn sem birtist á Pressunni þar sem segir meðal annars að ritstjórarnir séu flæktir inn í meint kynferðisbrotamál. Fyrirsögnin sem um ræðir er eftirfarandi: „Ritstjórar DV flæktir í meint kynferðisbrotamál" - Viðeigandi og réttlátt? Hæstaréttarlögmaður spyr". Tilefni fréttarinnar er grein sem lögmaðurin Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar í Fréttablaðið og á Vísir í dag. Fyrirsögnin, það er að segja fyrri hluti hennar, er tilvitnun í grein Vilhjálms þar sem hann gagnrýnir DV fyrir að skapa óeðlileg hughrif með forsíðum sínum. Þannig skrifar Vilhjálmur: „Í þessu sambandi má velta því upp hvort ritstjórum DV þætti eftirfarandi fyrirsögn ásamt myndbirtingu á forsíðu víðlesins dagblaðs viðeigandi og réttlát ef þannig háttaði til að ritstjórarnir væru vitni í sakamáli. Yfirheyrðir. Ritstjórar DV flæktir í meint kynferðisbrotamál." Steingrímur segir í svari við fyrirspurn Vísis um það hvort miðillinn sjái ástæðu til þess að biðjast afsökunar: „Hingað hefur enginn haft samband til að kvarta yfir né biðjast afsökunar á einu eða neinu. Að öðru leyti vitna ég í orð Sveins Andra Sveinssonar, lögmanns, á Facebook um málið: „Á dauða mínum átti ég von en að ritstjórar DV færu að kvarta yfir villandi fyrirsögnum!" Fyrir áhugasama þá er hægt að nálgast grein Vilhjálms hér fyrir neðan. Tengdar fréttir Pressustríð: Ritstjórar DV segja fyrirsögn Pressunnar ærumeiðandi Ritstjórar DV hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna fréttar sem birtist á Pressunni og er sögð vera ærumeiðandi. Vísir greindi frá málinu fyrr í dag en Reynir Traustason, annar ritstjóri DV, hefur krafið fréttavefinn um afsökunarbeiðni út af frétt sem vefurinn gerir upp úr grein Vilhjálms H. Vilhjálmssonar, lögmanns, þar sem hann gagnrýnir DV harðlega, en greinin birtist hér á Vísi í morgun. Fyrirsögnin sem um ræðir er: 15. mars 2012 13:30 Fréttir DV Á undanförnum árum hefur málssóknum vegna ærumeiðinga og brota gegn friðhelgi einkalífs fjölgað umtalsvert á Íslandi. Ástæðan fyrir þessari aukningu er tvíþætt að mati höfundar. Annars vegar er fólk meðvitaðra um rétt sinn. Hins vegar óvönduð vinnubrögð blaðamanna og ritstjóra hjá tilteknum útgefendum. Tveir útgefendur eru í algjörum sérflokki hvað varðar fjölda málssókna. Það eru Birtíngur útgáfufélag og DV. Umfjöllunin hér á eftir er takmörkuð við þann síðarnefnda. 15. mars 2012 06:00 Pressustríð: Reynir vill afsökunarbeiðni "Lögmaður hefur haft samband við þá og búið er að fara fram á afsökunarbeiðni,“ segir Reynir Traustason, annar ritstjóri DV, en hann hefur krafið fréttavefinn Pressunni um afsökunarbeiðni út af frétt sem vefurinn gerir upp úr grein Vilhjálms H. Vilhjálmssonar, lögmanns, þar sem hann gagnrýnir DV harðlega en greinin birtist hér á Vísi. 15. mars 2012 11:44 Mest lesið Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Rafmagnslaust víða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Innlent Fleiri fréttir Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagnslaust víða á höfuðborgarsvæðinu Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ Sjá meira
Steingrímur Sævarr Ólafsson segist ekki kannast við að nokkur hafi haft samband við Pressuna vegna fréttar um ritstjóra DV en Reynir Traustason sagði í viðtali við Vísi að lögmaður hans hefði farið fram á afsökunarbeiðni vegna málsins. Um er að ræða fyrirsögn sem birtist á Pressunni þar sem segir meðal annars að ritstjórarnir séu flæktir inn í meint kynferðisbrotamál. Fyrirsögnin sem um ræðir er eftirfarandi: „Ritstjórar DV flæktir í meint kynferðisbrotamál" - Viðeigandi og réttlátt? Hæstaréttarlögmaður spyr". Tilefni fréttarinnar er grein sem lögmaðurin Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar í Fréttablaðið og á Vísir í dag. Fyrirsögnin, það er að segja fyrri hluti hennar, er tilvitnun í grein Vilhjálms þar sem hann gagnrýnir DV fyrir að skapa óeðlileg hughrif með forsíðum sínum. Þannig skrifar Vilhjálmur: „Í þessu sambandi má velta því upp hvort ritstjórum DV þætti eftirfarandi fyrirsögn ásamt myndbirtingu á forsíðu víðlesins dagblaðs viðeigandi og réttlát ef þannig háttaði til að ritstjórarnir væru vitni í sakamáli. Yfirheyrðir. Ritstjórar DV flæktir í meint kynferðisbrotamál." Steingrímur segir í svari við fyrirspurn Vísis um það hvort miðillinn sjái ástæðu til þess að biðjast afsökunar: „Hingað hefur enginn haft samband til að kvarta yfir né biðjast afsökunar á einu eða neinu. Að öðru leyti vitna ég í orð Sveins Andra Sveinssonar, lögmanns, á Facebook um málið: „Á dauða mínum átti ég von en að ritstjórar DV færu að kvarta yfir villandi fyrirsögnum!" Fyrir áhugasama þá er hægt að nálgast grein Vilhjálms hér fyrir neðan.
Tengdar fréttir Pressustríð: Ritstjórar DV segja fyrirsögn Pressunnar ærumeiðandi Ritstjórar DV hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna fréttar sem birtist á Pressunni og er sögð vera ærumeiðandi. Vísir greindi frá málinu fyrr í dag en Reynir Traustason, annar ritstjóri DV, hefur krafið fréttavefinn um afsökunarbeiðni út af frétt sem vefurinn gerir upp úr grein Vilhjálms H. Vilhjálmssonar, lögmanns, þar sem hann gagnrýnir DV harðlega, en greinin birtist hér á Vísi í morgun. Fyrirsögnin sem um ræðir er: 15. mars 2012 13:30 Fréttir DV Á undanförnum árum hefur málssóknum vegna ærumeiðinga og brota gegn friðhelgi einkalífs fjölgað umtalsvert á Íslandi. Ástæðan fyrir þessari aukningu er tvíþætt að mati höfundar. Annars vegar er fólk meðvitaðra um rétt sinn. Hins vegar óvönduð vinnubrögð blaðamanna og ritstjóra hjá tilteknum útgefendum. Tveir útgefendur eru í algjörum sérflokki hvað varðar fjölda málssókna. Það eru Birtíngur útgáfufélag og DV. Umfjöllunin hér á eftir er takmörkuð við þann síðarnefnda. 15. mars 2012 06:00 Pressustríð: Reynir vill afsökunarbeiðni "Lögmaður hefur haft samband við þá og búið er að fara fram á afsökunarbeiðni,“ segir Reynir Traustason, annar ritstjóri DV, en hann hefur krafið fréttavefinn Pressunni um afsökunarbeiðni út af frétt sem vefurinn gerir upp úr grein Vilhjálms H. Vilhjálmssonar, lögmanns, þar sem hann gagnrýnir DV harðlega en greinin birtist hér á Vísi. 15. mars 2012 11:44 Mest lesið Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Rafmagnslaust víða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Innlent Fleiri fréttir Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagnslaust víða á höfuðborgarsvæðinu Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ Sjá meira
Pressustríð: Ritstjórar DV segja fyrirsögn Pressunnar ærumeiðandi Ritstjórar DV hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna fréttar sem birtist á Pressunni og er sögð vera ærumeiðandi. Vísir greindi frá málinu fyrr í dag en Reynir Traustason, annar ritstjóri DV, hefur krafið fréttavefinn um afsökunarbeiðni út af frétt sem vefurinn gerir upp úr grein Vilhjálms H. Vilhjálmssonar, lögmanns, þar sem hann gagnrýnir DV harðlega, en greinin birtist hér á Vísi í morgun. Fyrirsögnin sem um ræðir er: 15. mars 2012 13:30
Fréttir DV Á undanförnum árum hefur málssóknum vegna ærumeiðinga og brota gegn friðhelgi einkalífs fjölgað umtalsvert á Íslandi. Ástæðan fyrir þessari aukningu er tvíþætt að mati höfundar. Annars vegar er fólk meðvitaðra um rétt sinn. Hins vegar óvönduð vinnubrögð blaðamanna og ritstjóra hjá tilteknum útgefendum. Tveir útgefendur eru í algjörum sérflokki hvað varðar fjölda málssókna. Það eru Birtíngur útgáfufélag og DV. Umfjöllunin hér á eftir er takmörkuð við þann síðarnefnda. 15. mars 2012 06:00
Pressustríð: Reynir vill afsökunarbeiðni "Lögmaður hefur haft samband við þá og búið er að fara fram á afsökunarbeiðni,“ segir Reynir Traustason, annar ritstjóri DV, en hann hefur krafið fréttavefinn Pressunni um afsökunarbeiðni út af frétt sem vefurinn gerir upp úr grein Vilhjálms H. Vilhjálmssonar, lögmanns, þar sem hann gagnrýnir DV harðlega en greinin birtist hér á Vísi. 15. mars 2012 11:44