Innlent

Stefnir í að skuldastaðan fari undir Maastricht skilyrðin

Oddný Harðardóttir iðnaðarráðherra segir ekkert standa í vegi fyrir því að skuldastaða hins opinbera verði komin undir Maastricht skilyrðin á næsta kjörtímabili, en skilyrðin segja til um hvort ríki geti tekið upp evru sem gjaldeyri. Þetta kom fram í ræðu ráðherrans á Iðnþingi í dag.

Oddný segir að skattkerfisbreytingar séu nú að mestu yfirstaðnar og að hún vænti þess að komið sé tímabil stöðugleika í þeim málum. Þá sagði hún mikilvægt að mörkuð verði skýr raunhæf stefna um upptöku evru, annars vofi sú hætta yfir að tvöfalt hagkerfi myndist hér á landi.

Þá sagðist Oddný fagna frumkvæði SI og fleiri aðila í atvinnulífinu um það hvernig efla megi Nýsköpunarsjóð atvinnulífsins. Hugmyndir uppi um breytt eignarhald á sjóðnum í þá veru að ríkið selji eða a.m.k. minnki hlut sinn og fyrirtæki og e.t.v. lífeyrissjóðir kæmu inn í staðinn en markmiðið er að auka fjárfestingargetu sjóðsins.

Oddný benti einnig á að þegar borin séu saman ríkisútgjöld áranna 2007 og 2011 komi í ljós að niðurskurður á einstakra málaflokka hafi verið 15% að meðaltali, sem sé góður árangur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×