Innlent

Sigurður Einarsson mætti fyrir dóm - lýsir yfir sakleysi sínu

Sigurður Einarsson í Héraðsdómi Reykjavíkur.
Sigurður Einarsson í Héraðsdómi Reykjavíkur.
Fyrirtaka í Al Thani málinu svokallaða fór fram fyrir stundu í Héraðsdómi Reykjavíkur. Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, mætti einn í dómssal. Hann lýsti sig saklausan af þeim ávirðingum sem á hann væru bornar, eins og hann orðaði það.

Enginn annar hinna ákærðu mætti fyrir dómara en það eru, auk Sigurðar, Hreiðar Már Sigurðsson, Magnús Guðmundsson og Ólafur Ólafsson, kenndur við Samskip, sem eru ákærðir í málinu.

Fjórmenningarnir eru meðal annars ákærðir fyrir markaðsmisnotkun og umboðssvik. Ólafur Ólafsson lýsti yfir sakleysi sínu í málinu í yfirlýsingu sem hann sendi fjölmiðlum í febrúar síðastliðnum.

Brotin geta varðað allt að sex ára fangelsi og allt að níu ára fangelsi verði þeir sakfelldir og dómari ákveði að bæta við refsingu allt að helming hennar, en heimild er fyrir slíku í hegningarlögum.

Málinu verður fram haldið 29. mars næstkomandi og lýstu lögmenn þremenninganna, sem ekki mættu, að þeir hyggist mæta þá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×