Innlent

HH íhuga stofnun landssambands

Andrea J. Ólafsdóttir
formaður HH
Andrea J. Ólafsdóttir formaður HH
Andrea J. Ólafsdóttir, formaður Hagsmunasamtaka heimilanna, var gestur í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hún ræddi þar um framtíðaráform samtakanna og baráttuna við verðtrygginguna.

„Við erum núna skoða það að stofna nýtt landssamband," sagði Andrea. „Við myndum bjóða verkalýðsfélögunum aðild að þessu landssambandi og það hefði síðan beina aðkomu að kjaraviðræðu."

Andrea sagði að landssambandið myndi vera í beinni samkeppni við ASÍ. „Hugmyndin er að efla verkalýðs- og kjarabaráttu hér á landi," sagði Andrea.

Hún sagði að markmið landssambandsins sé að lækka vaxtakostnað við lántöku ásamt því að vera málsvari fólksins.

Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×